Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#59555

Ég og Magnús Blöndal fórum í stutta klifurferð á laugardaginn 9. jan. Fórum í Kjósina og það eina klifranlegt sem við gátum séð frá vegi var Spori. Við bönkuðum upp á hjá bóndanum upp úr kl. 10 og var hann hinn glaðasti. Sagði að minna hefði verið um ferðir ísklifrara nú en undanfarin ár. Hann minntist á að tveir hefið farið í Kórinn um jólin.

Spori var þunnur neðst og þónokkuð af snjó í honum. Hann var því ekki erfiður viðureignar fyrri helminginn en seinni helmingurinn var nokkuð venjulegur. Akkerið uppi var á kafi í snjó og því tryggðum við í sæti. Áður en við fórum heim sigum við nokkurum sinni í hann og æfðum m.a. einnar axar klifur.

Í lokinn klifruðum við Drátthaga ótryggðir og lékum okkur í niðurklifri í litlu gili ofan við hann. Fínn stuttur dagur miðað við aðstæður.

Við bönkuðum svo að sjálfsögðu uppá hjá bóndanum og þökkuðum fyrir okkur.

Kveðja,
Arnar H