Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#59326

Ég og Magnús Blöndal fórum í 3. jólaklifrið í dag. Stefnan hafði verið tekin á Brynjudal en á leiðinni var okkur litið upp í Búhamra. Það sáum við 55° í að virtist fínum aðstæðum og skelltum okkur þangað í staðinn. Sáum fljótlega spor sem sennilega eru eftir Berg og co. Leiðin sem við klifruðum var nokkuð beint að augum (sjá mynd).

Klifrið var ekki ósvipað og Bergur lýsti þ.e. maus að finna ís sem tók vel á móti skrúfum, snjór undir ísnum og blautt á köflum.

Kv. Arnar