Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Brynjudalur 18 des:
Kjaftfullt ís í léttari leiðunum inni við skórækt norðan megin í dalnum. Lítill sem engin ís upp á brún þegar komið er upp úr leiðunum og erfitt að setja upp top rope eða toppa upp úr leiðunum. Brattari leiðir eru þynnir og kertaðar í byrjun en fitna mikið þegar ofar dregur.
Nálaraugað: Frekar þunnt
Snati: Vantar kertið, spikaður að ofan
Kópavogsleiðin (kertið vinstra megin við hana): Virtist vera í æðstæðum úr fjarska,furðu mikill ís þar á ferð.
Ýringur: Megin haftið leit út fyrir að vera feitt. Lítill sem enginn ís í neðripart í gilinu
Leiðin á móti Óríon leit út fyrir að vera í aðstæðum, veit ekki með óríon
Nóngil í Reynivallaháls: Fínar aðstæður í aðal höftunum uppá topp, þynnri ís í giljabröltinu. Leit út fyrir að vera bara í fínum overall aðstæðum.
Ef þér fannst þessi þráður gagnlegur og telur að hann hefði kanski aðstoðað þig við að velja þér stað til að klifra á um helgina, hentu þá í sambærilegan póst næst þegar þú ferð einhvert að klifra…
Maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn!
Góðar stundir og gleiðilegt klifur.
Robbi