Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#59150
Siggi Tommi
Participant

Ný mixklifurleið lét dagsins ljós í Brynjudal um liðna helgi (29. nóv 2015).
Ber hún heitið Þyrnigerðið og er einhvers staðar í kringum M8 eða M8+ (hugsanlega fræðilega M9?).
Nánari upplýsingar koma um leiðina í leiðaskráningu á næstu dögum en ég læt teaser myndaalbúm duga í bili.
https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/YrnigerIM8IBrynjudal#

Nokkrar leiðir til viðbótar eru í vinnslu í Brynjudalnum og er vona á að áður en veturinn er allur verði komið veglegt mixklifursvæði þarna með fjölbreyttri flóru erfiðleika og karaktera…