Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#58894

Tom King einfór í dag ÍSALP-leiðina á suður fés Hrútfjallstinda. Reportar að snjórinn hafi verið soddan krap og sökk upp að hné sumsstaðar. Hann reyndi einnig að einfara Scottsleið en fannst fossinn heldur blautur og þunnur eins og er. Toppnum var því miður ekki náð vegna mikilla sprungna og lélegs færis, því ákvað hann að niðurklifra leiðina og endaði aftur á bílaplaninu við Hafrafell (hann mælti reyndar sterklega gegn Hafrafellsaðkomu líka sökum þess hve jökullinn hefur hörfað.)

Geta einhverjir vitringar staðfest að þetta sé fyrsta einferð upp leiðina?