Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
E9
WI6- M7
100 m
Línan lengst til hægri í hamrinum þar sem einhver ís að ráði myndast. Ísinn virðist þó ná sárasjaldan og illa að tengjast saman, svo leiðin krefst yfirleitt einhvers blandaðs klifurs. Í frumferð var farið upp með hægri hluta íssins og í þurra hlutanum var klifrað eftir stórum flögum. Flögurnar eru ansi mikilvægar fyrir klifrið og tryggingar (fyrst og fremst hunda/spectrur), en nokkuð lausar og brothættar. Hins vegar virðast þær tolla vel í frosti, svo þessi leið hentar líklega ekki sérlega vel til mixklifurs í hláku. Eftir tæplega 10 m blandað klifur taka við nokkrar brattar hreyfingar upp í neðstu kerti efri hlutans, hvaðan tekur við lóðréttur ís upp á syllu. Fyrri spönn er rúmir 50 m, seinni spönn er jafn löng en öllu auðveldari, yfirleitt um WI3-4 og skipt upp af stuttri snjóbrekku.
FF Sigurður A. Richter & Matteo Meucci, jan 2026
Syndir feðranna, fyrri spönn. Ljósmyndari – Matteo Meucci
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
E9
WI6- M7
100 m
Línan lengst til hægri í hamrinum þar sem einhver ís að ráði myndast. Ísinn virðist þó ná sárasjaldan og illa að tengjast saman, svo leiðin krefst yfirleitt einhvers blandaðs klifurs. Í frumferð var farið upp með hægri hluta íssins og í þurra hlutanum var klifrað eftir stórum flögum. Flögurnar eru ansi mikilvægar fyrir klifrið og tryggingar (fyrst og fremst hunda/spectrur), en nokkuð lausar og brothættar. Hins vegar virðast þær tolla vel í frosti, svo þessi leið hentar líklega ekki sérlega vel til mixklifurs í hláku. Eftir tæplega 10 m blandað klifur taka við nokkrar brattar hreyfingar upp í neðstu kerti efri hlutans, hvaðan tekur við lóðréttur ís upp á syllu. Fyrri spönn er rúmir 50 m, seinni spönn er jafn löng en öllu auðveldari, yfirleitt um WI3-4 og skipt upp af stuttri snjóbrekku.
FF Sigurður A. Richter & Matteo Meucci, jan 2026
Syndir feðranna, fyrri spönn. Ljósmyndari – Matteo Meucci
Comments