Björn Bóndi WI 3

WI 3

Sector,  Öræfi,  Austur og Suðursveit.

Leiðin liggur inni í Veðurárdal í Fellsfjöllum.  Innan svæðis sem oftast gengur undir nafninu Þröng.  Jeppaslóði liggur frá þjóðvegi 1 og norður með Fellsfjöllum  mest alla leiðina að dalnum þar til komið er að skilti frá Vatnjökulsþjóðgarði.   þaðan verður að ganga í um 20 mín þar til komið er að Veðurárdalsáni.  ATH !Jeppaslóðinn getur verið illfær og getur krafist ökutækis með breyttum eiginleikum.  Klifursvæðið liggur í suður hlíð Veðurárdals  og er því í skjóli frá sól og getur því verið í aðstæðum þó margt annað sé ekki komið inn. Best er að nálgast leiðina með því að fara yfir veðurárdalsána og ganga með norðurhlið áinar þar til að komið er að “upptökum klifursvæðisins” þar er möguleiki á að setja á sig brodda og ganga á snjó/ís upp hlíðina þar til leiðin hefst ef aðstæður leyfa.

Leiðin Björn Bóndi er nefnd eftir Birni bónda frá Gerði í Suðursveit. 

Hér fyrir ofan má sjá grófa leiðarlýsingu hvernig skal nálgast svæðið.  ATH.  Jökulinn er búinn að hörfa svolítið síðan þessi loftmynd var tekin.  (Blá óbrotin lína: jeppaslóði) (blá brotin lína: gönguleið) (rauð lína í fjalli: gróf staðsetning Björns bónda)

Björn Bóndi er multipitch leið þremur stuttum spönnum.  Fyrsta spönnin er um 10m  há.   Önnur spönnin liggur beint fyrir ofan og er hærri og meira krefjandi u.þ.b. 12m.  þriðja og síðasta spönnin liggur svolítið fyrir ofan.  kannski 12 til 15 m.

Klifin 25.12.19. FF: Magnús Bjarki Snæbjörnsson & Stephanie E. M. Langridge

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Fellsfjöll
Type Ice Climbing
Markings

1 related routes

Björn Bóndi WI 3

WI 3

Sector,  Öræfi,  Austur og Suðursveit.

Leiðin liggur inni í Veðurárdal í Fellsfjöllum.  Innan svæðis sem oftast gengur undir nafninu Þröng.  Jeppaslóði liggur frá þjóðvegi 1 og norður með Fellsfjöllum  mest alla leiðina að dalnum þar til komið er að skilti frá Vatnjökulsþjóðgarði.   þaðan verður að ganga í um 20 mín þar til komið er að Veðurárdalsáni.  ATH !Jeppaslóðinn getur verið illfær og getur krafist ökutækis með breyttum eiginleikum.  Klifursvæðið liggur í suður hlíð Veðurárdals  og er því í skjóli frá sól og getur því verið í aðstæðum þó margt annað sé ekki komið inn. Best er að nálgast leiðina með því að fara yfir veðurárdalsána og ganga með norðurhlið áinar þar til að komið er að “upptökum klifursvæðisins” þar er möguleiki á að setja á sig brodda og ganga á snjó/ís upp hlíðina þar til leiðin hefst ef aðstæður leyfa.

Leiðin Björn Bóndi er nefnd eftir Birni bónda frá Gerði í Suðursveit. 

Hér fyrir ofan má sjá grófa leiðarlýsingu hvernig skal nálgast svæðið.  ATH.  Jökulinn er búinn að hörfa svolítið síðan þessi loftmynd var tekin.  (Blá óbrotin lína: jeppaslóði) (blá brotin lína: gönguleið) (rauð lína í fjalli: gróf staðsetning Björns bónda)

Björn Bóndi er multipitch leið þremur stuttum spönnum.  Fyrsta spönnin er um 10m  há.   Önnur spönnin liggur beint fyrir ofan og er hærri og meira krefjandi u.þ.b. 12m.  þriðja og síðasta spönnin liggur svolítið fyrir ofan.  kannski 12 til 15 m.

Klifin 25.12.19. FF: Magnús Bjarki Snæbjörnsson & Stephanie E. M. Langridge

Leave a Reply