(Icelandic) Fjallamennskuferð til Íran

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Sabalan

Félögum í Íslenska Alpaklúbbnum býðst að taka þátt í fjallamennsku-sumarbúðum Íranska Alpaklúbbsins 23.- 31.ágúst næstkomandi.
Hápunktur vikunnar verður klifur á fjallið Sabalan (4.811 m) eftir tæknilegri en öruggri leið.

Dagskráin er eftirfarandi:

23.8: Mæting á hótel í Tehran.

24.8: Seinni partinn verður farið til Ardebil sýslu

25.8: Ekið til þorpsins Shabil og gengið í skála

26.8: Ísklifurnámskeið og hæðaraðlögun

27.8: Ísklifurnámskeið og toppadagur á Sabalan

28.8: Lækkun í átt að Shabil og heimsókn til íranskra hirðingja

29.8: Komið til Shabil. Hverabað.

30.8: Borgarrölt um Ardebil, galakvöldverður og transport til Tehran.

31.8: Skoðunarferð um Tehran og prógrammi lýkur.

Hægt er að lengja dvölina og ganga að prógrammi loknu á fjallið Damavand. Þá lýkur ferðinni 8. september.

Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-32 ára. Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar skulu sendar á stjorn (hja) isalp.is. Að búðunum standa “Fjallamennsku- og klifursamtök Íran” og ungliðahreyfing Alþjóðlegu fjallamennsku- og klifursamtakanna (UIAA). Þáttökugjald er 500 evrur en ÍSALP styrkir hvern þátttakanda um 75.000 kr. Stjórn ÍSALP mun velja úr umsækjendum. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst, og skráningu á námskeiðið lýkur 5.ágúst.

Leave a Reply