leiðin liggur rétt sunnan við Hvítagull í Hvítárgljúfri. Hún byrjar á sæmilega bröttum ca, 6m háum vegg. þar fyrir ofan er sléttur kafli sem liggur svo inn í lítið gil með smá ís. hægt er að sleppa ísnum ef hann er ekki í aðstæðum og klöngrast upp lausa steina þar til er komið er á brún fyrir ofan. Ekki er mikið af góðum steinum eða ís til að búa til akkeri á toppnum. Er þá hægt að beita spektrum eða binda í birkitrén fyrir ofan.
f.f. Magnús Bjarki Snæbjörnsson, Samuel Watson, Emily Rose Óla Bridger.
Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
er að finna.
FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
Norðan og austan við Brúarhlaðabrúnna í Hvítárgljúfri. Ca. 350 metra gangur frá sumarbústaðnum sem þar er niður með ánni og fram á brún. Tryggt í tré, sigið niður og klifið.
Þriggja metra breitt ísþil sem náði niður en breikkaði svo fljótt og úr varð á að giska 8 metra breiður og aðeins stallaður ísfoss
FF: Freyr Ingi, Erlendur Þór, Ragnar Þór og Thorsten Henn