Re: svar: Ein ný en samt gömul

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Ein ný en samt gömul

#51007
2806763069
Member

Í tilefni af því að menn hafa verið að ræða hér um fótbrot vegna frambrodda:
Ég hef oft orðið vitni af því að íslenskir fjallamenn þramma upp jökla landsins með brodda á fótunum, án þess að aðstæður á yfirborði gefi tilefni til. Auðvitað eiga menn þá á hættu að það sem rætt er um hér að ofan geti gerst ef svo óheppilega fer að einhver fellur í sprungu.

Broddarnir geta auðveldað mönnum að komast upp úr sprungunni og að stoppa félagann. Ég held hinsvegar að þetta sé ekki þess virði nema landslagið sé bratt og fáir séu saman í línu.

Það sama á reyndar við í almennri fjallamennsku, t.d. ef viðkomandi lendir í snjóflóði eins og mér skilst að hafa komið fyrir Palla um árið í Skarðsheiðinni.