Googooplex WI 4

Googooplex route and grading. Photo: Björgvin Hilmarsson

 

Googooplex (WI4, AD+, 340m) var farin á ísklifurfestivali Ísalp sem haldið var í Ísafirði og nágrennni í febrúar 2020, rétt áður en Covid-19 faraldurinn skall á.

Til að komast að leiðinni er farið inn í Hnífsdal. Það liggur malarvegur vel inn dalinn og ef hann er fær þá styttir það aðkomuna töluvert. Ef hann er ófær er best að leggja við endann á Bakkavegi, þeirri götu sem teygir sig hvað lengst inn í dalinn. Leiðin er í fyrstu skálinni á vinstri hönd, Bakkahvilft. Það eru rétt rúmir 2km að byrjun leiðar frá Bakkaveginum og líklega um 450m hækkun.

Leiðin er í heildina um 340m og var tekin í fimm löngum spönnum. Þetta eru bland af misbröttum ís og sjóbrekkum.

  1. 70m. Stutt íshaft, snjóbrekka, meginíshaft (póleraður brattur ís, sirka WI4), snjóbrekka og svo stutt íshaft í lokin.
  2. 70m. Stutt íshaft, löng snjóbrekka og aftur stutt íshaft.
  3. 60m. Snjóbrekka, stutt íshaft, snjóbrekka upp að mjög stuttu íshafti. Stans í ís sem fannst undir slatta af snjó.
  4. 70m. Löng snjóbrekka.
  5. 70m. Löng snjóbrekka upp á topp.

FF: Björgvin Hilmarsson og Bjartur Týr Ólafsson, 8. febrúar 2020.

Googooplex er nefnd eftir plötu með Purkki Pillnikk, því goðsagnakennda bandi. Í Bakkahvilft er önnur leið sem heitir Purrkur. Rétt við hliðina á Purrki liggur önnur lína samsíða og ætti sú að sjálfsögðu að fá nafnið Pillnikk þegar hún verður farin 🙂

Það væri gaman ef fólk myndi halda sig við Purrkur Pillnikk nafnaþemað þegar meira verður gert á svæðinu.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hnífsdalur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

Myndbönd

2 related routes

Googooplex WI 4

 

Googooplex (WI4, AD+, 340m) var farin á ísklifurfestivali Ísalp sem haldið var í Ísafirði og nágrennni í febrúar 2020, rétt áður en Covid-19 faraldurinn skall á.

Til að komast að leiðinni er farið inn í Hnífsdal. Það liggur malarvegur vel inn dalinn og ef hann er fær þá styttir það aðkomuna töluvert. Ef hann er ófær er best að leggja við endann á Bakkavegi, þeirri götu sem teygir sig hvað lengst inn í dalinn. Leiðin er í fyrstu skálinni á vinstri hönd, Bakkahvilft. Það eru rétt rúmir 2km að byrjun leiðar frá Bakkaveginum og líklega um 450m hækkun.

Leiðin er í heildina um 340m og var tekin í fimm löngum spönnum. Þetta eru bland af misbröttum ís og sjóbrekkum.

  1. 70m. Stutt íshaft, snjóbrekka, meginíshaft (póleraður brattur ís, sirka WI4), snjóbrekka og svo stutt íshaft í lokin.
  2. 70m. Stutt íshaft, löng snjóbrekka og aftur stutt íshaft.
  3. 60m. Snjóbrekka, stutt íshaft, snjóbrekka upp að mjög stuttu íshafti. Stans í ís sem fannst undir slatta af snjó.
  4. 70m. Löng snjóbrekka.
  5. 70m. Löng snjóbrekka upp á topp.

FF: Björgvin Hilmarsson og Bjartur Týr Ólafsson, 8. febrúar 2020.

Googooplex er nefnd eftir plötu með Purkki Pillnikk, því goðsagnakennda bandi. Í Bakkahvilft er önnur leið sem heitir Purrkur. Rétt við hliðina á Purrki liggur önnur lína samsíða og ætti sú að sjálfsögðu að fá nafnið Pillnikk þegar hún verður farin 🙂

Það væri gaman ef fólk myndi halda sig við Purrkur Pillnikk nafnaþemað þegar meira verður gert á svæðinu.

Purrkur WI 3+

Purrkur, WI3+/4, 50m

Leið í Bakkahvilft sem liggur út frá Hnífsdal

Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk.

Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, stórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.

FF: Björgvin Hilmarsson og Heiða Jónsdóttir, 29.11.19

Myndin hér að neðan sýnir leiðirnar í Bakkahvilft. Myndin er tekin þegar Googooplex var farin og sýnir því aðstæður eins og þær voru þá.

Yfirlitsmynd af Bakkahvilft. Mynd Björgvin Hilmarsson

Skildu eftir svar