Engin upphitun WI 5

Leið númer 2a.

Rétt vinstra megin við þessa leið kemur leiðin Niflheimar niður (númer 2). Niflheimar er augljós súla. Rétt hægra megin við rifið er svo leiðin Mávahlátur

Þessi leið var frumfarin sem hluti af Matteo’s 100 challenge og varð þessi leið sú fimmtugasta í röðinni og markaði þar með að klifurhluti verkefnisins væri nú hálfnaður.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson 23. mars 2017

Klifursvæði Bolaklettur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

15 related routes

Þjoðmál WI 3

Nice line in the same gully of „Ekki er allt sem sýnist“

First pitch WI3 then easy gully to the top of the cliff

FF unknown  (Bjartur Tyr Olafson and Matteo Meucci 17/2/2018)

Skallagrímur WI 3+

Staðsetning ekki ljós (Eins og hinar leiðirnar í Brekkufjalli)

Leiðin byrjar í 30m ísskel utan á klettum, með lélegum tryggingum, síðan tók við klifur með ísöxum upp mosavaxna kletta. Efiðleikarnir eru af gráðunni 3+.

FF: Björn Baldursson og Stefán S. Smárason, 27. janúar 1989

Dolli dropi WI 3

Mynd óskast.

Ísfossinn, sem þeir nefndu Dolla Dropa, klifu þeir í tveimur samhliða línum, nýstárleg aðrferð það.

FF: Guðmundur Eyjólfsson, Haraldur Ólafsson, Þorsteinn Ívarsson, Stefán S. Smárason og Ingimundur Stefánsson, WI 3, 35m.

Ekki er allt sem sýnist WI 5

Guðmundur Helgi og Páll klifu ísfoss i Brekkufjalli í janúar. Hinn 50 m háa ísfoss, sem er í mjög áberandi gili norðan í fjallinu, klifu þeir í tveimur spönnum og er hann af 4. gráðu.

Menn hafa sammælst um að fossinn sé af fimmtu gráðu.

FF: Guðmundur Helgi og Páll Sveinsson, janúar 1988.

Engin upphitun WI 5

Leið númer 2a.

Rétt vinstra megin við þessa leið kemur leiðin Niflheimar niður (númer 2). Niflheimar er augljós súla. Rétt hægra megin við rifið er svo leiðin Mávahlátur

Þessi leið var frumfarin sem hluti af Matteo’s 100 challenge og varð þessi leið sú fimmtugasta í röðinni og markaði þar með að klifurhluti verkefnisins væri nú hálfnaður.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson 23. mars 2017

Take a walk on the other side of the Stars WI 4+

Leið númer 3a. á mynd

WI 4+

FF: Matteo Meucci og Elias Holzenecht 24. feb 2016

 

Hard five M 8

Leið númer 1a á mynd

Fyrsta spönn er M8 upp á áberandi íssyllu og svo er spönn tvö WI 6+

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner 24. feb 2016

Mávahlátur WI 4

Leið merkt inn sem 2a.

Leiðin er næsta leið til hægri við Niflheima (2). Hægra megin við Mávahlátur er svo áberandi rif (sést illa á mynd, mikið af snjó og hún er aðeins yfirlýst þarna), hinu megin við rifið er svo leiðin Aussie Pickings.

Leiðin byrjar á bröttu hafti, ca 10-12m. Eftir það er leiðin mjög slabbandi, auðveld og með kverk svo að frábært er að stíga. Þegar að leiðin var fyrst farin var ísinn mjög mjúkur og þægilegur svo að leiðin var þægileg WI 4, allar líkur eru á að aðstæður geti auðveldlega gert leiðina erfiðari.

Stór snjóhengja var fyrir ofan leiðina og leiðin slabbaði sífellt meira og meira yfir í snjóklifur, sigum því niður á síðasta áberandi ísbunkanum.

FF: Þorsteinn Cameron og Jónas G. Sigurðsson, 05. feb 2016, ca 30m

Myndband af annarri uppferð leiðarinnar í mars 2017:

Gjöfin sem heldur áfram að gefa M 5

WI 4+ /M 5

Vestast í stóra svarta klettinum er stompur. leiðin liggur upp hann.

Byrjið á að klifra smá mosa ræmu upp ca. 7m og hliðrið svo til hægri inn í strompinn. Fylgið svo íslínunni upp 2-3spannir og komið upp í góðan stans í einskonar hvilt. Þá er farið út til vinsti, í fyrstu meðfram tryggjanlegum klettum en svo kemur um 30m ótryggjanlegur kafli þegar fara verður út á kletta slabið. Einnig mögulegt að fara til hægri upp erfiðari en tryggjanlega kletta. Ísinn í leiðinni er víðast hvað um 15cm þykkur og því fullt af stuttum skrúfum eða bönd fyrir tie off. Einnig hægt að nota klettadót og spectrur, sérstaklega spectrur og blaðfleiga. Þessi leið er öðrvísi en allt annað og ekki fyrir nema alvöru kallmenn þar sem bæði eistun hafa gengið niður. Ekki láta ykkur dreyma um að síga niður. Best að fara til vesturs og elta nokkur auðveld gil. (Skrifað af Ívari)

FF: Ívar og Arnar Emilsson Flugstjóri, 12. jan. 2005, 130m

Móri WI 4

Lítið er vitað um þessa leið en talið er að hún liggi austar í Bolaklettinum sjálfum, leitum við að frekari upplýsingum um þessa leið!

WI4, 80m

FF: Ívar F. Finnbogason og Sigursteinn Baldursson

Skarðsheiði
Móri, 70-80 m, WI4, feb. ’95. Veturinn ’95 var nýr ísfoss farinn af þeim Ívari Finnbogasyni og Sigursteini Baldurssyni. Fossinn er í gil/dal á milli Brekku- og Hafnarfjalls og telja þeir að gilið,/dalurinn nefnist Hrúrtadalur og leiðin sjáist ekki frá veginum en best sé að leggja bílnum þar sem Skarðsheiðin sést best (við malarnámur).

Bara ef mamma vissi WI 5

Leið merkt sem 5.

Vatnsmesti fossinn sem er lengst til hægri á svæðinu. Leiðin var farin í einni spönn, bröttust fyrstu 30m sem gefur leiðinni 5+, svo taka við ca. 20m 3 gr. og síðan 4gr. haft undir lokin.

FF. Ívar Finnboga, Haukur og Anthony

Ónefnd WI 4

Leið merkt sem 4.

 

FF. Matteo og Bergur

Aussie Pickings WI 4

Leið merkt sem 3.

Fyrst farin af ástralanum Anthony

FF. Ívar Finnboga, Haukur og Anthony

Niflheimar WI 5+

Leið merkt sem 2.

Instant klassík. Bein leið upp.

FF. 2015 Matteo Meucci, Þorsteinn Cameron

Ég heiti ekki Kiddi WI 5+

Leið númer 1 á mynd

60M

Svakaleg klifur leið sem var fyrst gráðuð WI5+/6+.

FF. Ívar Finnboga, Anthony og Haukur

Skildu eftir svar