Dreitill WI 5+

Lína númer 6. á mynd

Ísþil hægra megin við Paradísarheimtina, það næsta augljósa. Leiðin fer beint upp tvær spannir en hliðrar svo aðeins til hægri í síðustu spönn

FF: Páll Sveinsson, Guðmundur Helgi, 1993

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing
Merkingar

11 related routes

Paradísarrif WI 4+

Leið 4a. á mynd

Gráðan er ekki alveg á hreinu, annað hvort WI 4+ eða létt WI 5

FF: Guðmundur Helgi og Jón Haukur

Upphafið af paradís WI 5

Rauð lína á mynd, endar á stóra stallinum

Sami veggur og leiðin Afi er á.

Tvær spannir

FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur WI 5, 2004

 

Bjarta hliðin WI 6

Leiðin er skráð sem fyrsta P6 leiðin á Íslandi. P6 gráðan kemur frá því að Palli notaði lengi vel ekki WI 6 gráðuna, lét skalan bara enda í WI 5.

Eftirfarandi ummæli hafa fallið um leiðina

Siggi Tommi: Ja, hvernig á að meta P6 annars?
Þetta var alla vega alveg óheyrilega yfirhangandi og tæknilegt nánast alla leið.
Fyrsta spönnin var sú allra erfiðasta sem ég hef klifrað (mun erfiðari en fyrsta spönnin í Stekkjastaur á Festivalinu í fyrra en Albert og co. sögðu hana vera WI6) og fær Robsterinn stórt prik fyrir að leiða hana svona glæsilega.
Önnur spönnin var aðeins skárri, „bara“ létt í fangið fyrri partinn og svo lúmskt erfitt lóðrétt restina eftir hliðrun undir tjaldi. Erfiðari en flestar 5. gráður sem ég hef prófað og prýðilega leitt hjá Hr. R.
Þriðja spönnin var svo meira hressandi en leit út fyrir með tveimur 5m létt slúttandi höftum og rest aðeins skárri (samtals 25m brattur ís) og svo 25m skrölt upp fyrir brún. Nokkuð hressandi leiðsla fyrir mig en ætli hún hafi ekki verið svona temmileg WI5 (ætli það sé ekki ca. P3? :)
Var Palli búinn að gráða þessa leið annars?

Palli: Til hamingju félagar.

P gráða er gríngráða sem festist á mig þar sem ég gráðaði aldrei hærra er 5. Bjarata hliðin er WI6 en ég hún fékk P til að halda gríninu á lífi.

Neðri hluti leiðarinnar leit út fyrir að vera svipaður og þegar ég fór hana en efrihlutinn leit út fyrir að vera mun erfiðari en um árið.

Þetta gerist nú ekki mikið erfiðar ef þetta á að kallast ísklifur á annað borð.

FF: Palli Sveins og …