Virkisjökull – varúð!

Home Umræður Umræður Almennt Virkisjökull – varúð!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47006
    0503664729
    Participant

    Snemma að morgni 13. maí hrundi mikil grjótskiða úr hlíðum Svínafells niður í kverkina við Virkisjökul og upp á jökulinn að hluta. Þetta eru um 300 þús tonn af grjóti. Ég veit af hópum sem hafa farið inn kverkina og jafnvel nýtt sér skriðuna til að komast upp á Virkisjökul. Þetta er í sjálfu sér ágætt en betra að menn viti að þessu fylgir ákveðin áhætta sem ekki er öllum kunnug. Ofan við brotsárið hafa myndast þrjár galopnar sprungur í bergið og bara tímaspursmál hvenær meira hrynur. Það geta jafnvel orðið stærri skriður. Það er því vissara að vera ekki að þvælast þarna nærri þótt líkurnar séu ekki miklar á að vera þarna á röngum tíma.
    Ekki gott að fá 500 þús tonn í hausinn.

    #56762
    2006753399
    Meðlimur

    Gott að vita. Vont að fá 500þús tonn í hausinn, sérstaklega af grjóti…

    Hugmynd til stjórnar / vefstjóra:
    Sér þráð fyrir ábendingar um aðstæður og uppákomur í fjalllendi, þetta gæti þá verið allt frá grjóthruni og lausum steinum í leiðum, sprungum, snjóalögum, ís-aðstæðum, snjóflóðum og slysum.

    Þetta eru líklega mikilvægustu upplýsingarnar sem maður les hérna, sortera þær frá öðrum umræðum og gera þeim hærra undir höfði og hafa jafnvel sér „feed“ sem hægt væri að vera áskrifandi að (list-serve).

    T.d. Kanadísku leiðsögumannasamtökin eru með svona póstlista sem nefnist „mountain conditions report“ eða mcr og er mjög mikið notaður og fróðleg lesning.

    Hver veit, kannski gæti t.d. veðurstofan póstað athugasemdum frá snjóathugunarmönnum og fleira efni í þeim dúr fengið farveg sem nýtist fjallafólki. Bara hugmynd….

    kv
    -Róbert

    #56763
    1811843029
    Meðlimur

    Jæks, það er ekki langt síðan ég var að þvælast þarna síðast.

    En annars höfum við verið að ræða þetta í stjórninni sem þú bendir réttilega á Róbert. Höfum verið að skoða hvernig væri best að hafa þetta. Þá líka í samhengi við leiðaskráningu og fleira tengt. Ertu að bjóða þig fram í að vinna að þessu?

    Atli Páls.

    #56765
    2006753399
    Meðlimur

    Þetta er annaðhvort póstlisti eða þráður sem má gerast áskrifandi að (RSS), einhver góður ísalpari sem kann að setja þetta upp?

    Til að byrja með mætti þetta vera sér þráður/tegund í núverandi umræðukerfi, það er einfalt í framkvæmd og góð byrjun.

    kv
    -R

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.