Vaðalfjöll, Sauratindar og Hrafnfjörður

Home Umræður Umræður Almennt Vaðalfjöll, Sauratindar og Hrafnfjörður

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46635
    Ólafur
    Participant

    Við Steppo svili skelltum okkur í vegaferð um Vestfirði í vikunni sem leið. Skemmst frá því að segja að þarna eru algjör snilldarsvæði sem ótrúlegt er að hafi ekki fengið meiri athygli en raun ber vitni. Vaðalfjöll bjóða uppá eðal dótaklifur og góða sportmöguleika eins og áður hefur komið fram hér.
    Svo eru það Sauratindar ofan Súðavíkur sem er frábært svæði. Tvær tveggja spanna boltaðar leiðir og tvær dótaðar (allar á bilinu 5.8 – 5.9) og fullt af möguleikum fyrir fleiri leiðir hvort sem er í dóti eða boltum. Okkur skildist á Rúnari Óla að þetta svæði hafi ekki verið heimsótt af sunnanmönnum síðan Stebbi, Dagur ofl. settu upp leiðirnar fyrir allnokrum árum.
    Rúsínan í pulsuendanum er svo Hrafnfjörðurinn. Skortir orð til að lýsa snilldinni. Fjögurra spanna eðal leiðir. Fórum Fjölskyldumannaleiðina en Píkutorfan bíður þar til næst. Stebbi og Rúnar fá stóran plús í kladdan fyrir leiðirnar. Vel boltað og allt eins og best verður á kosið.

    Myndir og frekari umfjöllun birtist etv. síðar einhversstaðar.

    Go West!
    -órh

    #48093
    1306673339
    Meðlimur

    fffff

    #48094
    1306673339
    Meðlimur

    Glæsilegt drengir en við þetta er að bæta að Arni Gunnar og Ivar F attu storan þatt i gerð leiðanna i Hrafnafyrði i ferð sem farin var sumarið 2000. Einnig klifruðum við Arni i Sauratindum i þeirri ferð. Að lokum þetta með Vaðalfjöllin þau tel eg ekki eiga möguleika sportklifursvæði . SSS

    #48095
    Ólafur
    Participant

    Takk fyrir þessar ábendingar Stebbi – rétt skal vera rétt. Ívar og Árni Gunnar fá semsagt líka plús í kladdann fyrir Hrafnfjörðinn.

    Ég skil hinsvegar ekki hvernsvegna þú telur Vaðalfjöllinn ekki eiga möguleika sem sportkilfursvæði. 35 gráðu slútt, 15 metra háar leiðir í föstu bergi? Eina vandamálið sem ég sé er að þetta eru svínerfiðar leiðir, giska á ekki undir 5.12 þar sem slúttið er hæst. Svo er náttúrulega að fá leyfi til að bolta.

    #48096
    Stefán Örn
    Participant

    Setti inn nokkrar myndir af Vaðalfjöllunum rétt í þessu, tékkið á Síður félaga. Þar er meðal annars ein af slúttinu.

    Ætla að smella inn myndum af Sauratindunum og Hrafnfirði við tækifæri.

    Steppo

    #48097
    1306673339
    Meðlimur

    Vissulega slutir bergið þott það nai að eg held ekki nema 10m vandmalið er hins vegar að tökin eru af skornum skammti og langt a milli þeirra þannig að leiðirnar yrðu ekki 5.12 heldur 5.1400 eða 8c000 þetta var alit okkar Björns eftir miklar vangaveltur en eg tel okkur vera komna með þokkalega reynslu i svona matsgerð. SSS & BB matsmenn

    #48098
    0304724629
    Meðlimur

    Hva…er SSS farinn að mýkjast á seinni árum?

    SSS gleymdi líka að minnast á eldabuskurnar í fyrstu ferðinni í Hrafnfjörð, þær Nanný og Lilju. Þakka ég þeim góðan viðurgjörning. Án þeirra hefðu leiðirnar ekki orðið að veruleika…

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.