Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45762
  1908803629
  Participant

  Menn hafa greininlega skoðun á niðurstöðum könnunar þar sem að spjallþráðurinn sem Hilmar startaði er orðinn fullur. Því bý ég til nýjan hérna svo að menn geti haldið áfram að tjá sig um:

  Fyrir hverja er Ísalp og hvað er harðkjarna?

  Er harðkjarna = jaðaríþróttir eins og þær íþróttir sem Ísalp stendur fyrir eða er þeir harðkjarna sem stunda þessar jaðaríþróttir af miklum krafti? Menn virðast ekki vera sammála.

  #51788
  2008633059
  Meðlimur

  Lagðist í smá grúsk, rigning úti og nennti ekki í fjallgöngu!

  Eru alpaklúbbar annars staðar að höfða til fámenns hóps „ofurklifrara“ eða skilgreina þeir sig sem vettvang sem þjóni stærri hópi fjallamanna, bæði byrjendum og lengra komnum?

  Vissulega eru til mjög „hard-core“ klúbbar (svo maður noti það flotta orð), t.d. segir á heimasíðu „The Alpin Club“ í Bretlandi (www.alpine-club.org.uk): „To become a Full Member, we ask that you have climbed a minimum of 20 respectable alpine routes or peaks, or the equivalent of this in other ranges and wilderness areas. Hard alpine routes and serious climbs in the greater ranges will carry more weight than easy voies normales. Ski mountaineering ascents and Scottish winter routes are taken into account as are contributions to mountain literature.“

  Bandaríski alpaklúbburinn (www.americanalpineclub.org) setur að nafninu til líka skilyrði um reynslu (2 ár) en lætur fólki eftir að meta hvernig eigi að túlka það.

  En svo eru aðrir alpaklúbbar opnir fyrir alla, t.d. sá kanadíski (www.alpineclubofcanada.ca): „You do not need to have any previous experience in the outdoors in order to join the Club. Many people join the Club to get started skiing, climbing, mountaineering or just to spend more time in the mountains. New members who already have strong outdoor skills will find themselves in good company.“

  Sama á við um t.d. bæði svissnesku (www.sac-cas.ch) og austurrísku klúbbana (www.alpenverein.at), þeir eru opnir öllum sem hafa áhuga á fjallamennsku (skráði mig meira að segja í þann síðarnefnda til að fá ódýra tryggingu). Klúbburinn á Nýja Sjálandi (www.alpineclub.org.nz) er líka opinn fyrir alla. Að ekki sé minnst á franska klúbba (www.ffcam.fr) sem fyrir utan allt þetta hefðbundna eins og klifur og skíði, eru líka með canyoning, hellaferðir, fjallahjól, paragliding og (haldið ykkur fast) snjóþrúgulabb! Það er í það minnsta ekki HARD-CORE! Ítalarnir virðast á svipaðri línu (www.cai.it) enda eru þessar þjóðir auðvitað snarklikkaðar!

  Í stuttu máli er niðurstaðan að það er ekkert eitt viðurkennt módel af því fyrir hverja alpaklúbbar séu eða hvernig þeir eigi að starfa. Myndi halda að ÍSALP væri einhvers staðar þarna á milli, það eru reyndar ekki inntökuskilyrði en klúbburinn virkar samt frekar lokaður og „klíkulegur“ en hvaða félög hér á landi eru það ekki! Held samt að þetta sé frekar eitthvað sem gerist af sjálfu sér í félagsskap þar sem fólk þekkist nokkuð vel en ekki vegna þess að klúbburinn hafi gert það upp við sig að vilja frekar höfða til fámenns hóps í stað þess að skilgreina sig sem
  vettvang sem geti þjónað stærri hópi fjallamanna, byrjendum sem lengra komnum.

  Hvað eru svo alpaklúbbar að bjóða upp á? Mér sýnist að þetta sé „grunnpakkinn“ sem flestir eru með:

  Heimasíða, fréttabréf, tímarit/ársrit (sumir gefa líka út leiðarvísa og kort)

  Fræðslufundir og námskeið af ýmsu tagi

  Viðburðir og ferðir (sumir skipuleggja auk þess leiðangra á fjarlægari slóðir)

  Björgunartrygging

  Reka fjallaskála og bjóða leiðangursstyrki.

  Koma fram sem hagsmunasamtök og vera tengslanet fyrir félagsmenn.

  Eftir því sem ég best veit er þetta allt mjög svipað og ÍSALP hefur verið að bjóða upp á í gegnum árin. ÍSALP er þannig að gera alveg samskonar hluti og hliðstæðir klúbbar annars staðar, þótt stærðin setji öllu starfinu auðvitað þrengri mörk. Myndi segja að ÍSALP þurfi þannig ekki neitt endilega að breyta hlutverki og áherslum í starfseminni, heldur er frekar málið að blása meira lífi í starfsemina. Sýnist að það sé nú einmitt það sem stjórnin er að vinna í en kannski vantar bara að almennir félagsmenn taki meiri þátt í því með henni, eða hvað?

  kv,
  JLB

  #51789

  Heimasíða, ársrit, fræðslufundir (myndakvöldin) og námskeið. Rekur meira að segja fjallaskála, farinn(ið) að bjóða leiðangursstyrki og stendur fyrir viðburðum. Ísalp er greinilega með allt á tæru. Svo eru snillingar eins og Siggi Tommi að setja saman eðaltóbóa og pósta hér á síðunni og í ársritinu. Getum ekki kvartað. Svo er stjórnin svona líka að standa sig. Treysti henni fullkomlega til að móta framtíð klúbbsins… allavega til nánustu framtíðar.

  Aðeinsa eitt sem er ekki coverað… tryggingar. Spurning hvort það sé eitthvað sem ætti að skoða (??)

  – bh

  #51790
  2008633059
  Meðlimur

  Hei, kommonn! Þú hlýtur að hafa skoðun á málinu!

  #51791
  Björk
  Participant

  sýnist nú flestir vera sammála í þessu hvað varðar klúbbinn Ísalp! Ísalp er að gera góða hluti líkt og Bjöggi telur upp hér að ofan.
  Síðan er þetta einhver umræða um hvað er hardcore og hvað ekki!

  #51792
  0703784699
  Meðlimur

  ….dreptu mig nú ekki….harðkjarna hefur ekkert með hversu mikil ástundunin er. Væri maður þá harðkjarna hlaupari ef maður stundaði það 7 daga vikunnar, eða vaska upp alla daga að þá er ég hard core uppvaskari. Harðkjarna hefur verið notað sem hugtak yfir íþróttir/áhugamál sem eru aðeins harðari (e: rough) heldur en til dæmis Boccia, íþróttir/áhugamál sem almenningur leggur ekki f. sig af því að þeim finnst það hættulegt, áhættusamt, fífldirfska osfrv, jaðaríþróttir. Veit að fallhlífarstökk fellur þar undir og þá spyr sig einhver af hverju er það ekki partur af Ísalp….og svarið er jú einfalt því að klúbburinn hefur einbeitt sér að fjallamennsku en ekki flugi og þeim geira.

  Hélt að útskýringin með hlauparann vs. Alexander Huber hefði nægt hérna í upphafi

  hérna gefur að líta hvernig Wikipedia skilgreinir HardCore í punk tónlistarlegum skilningi þess orð..

  Hardcore punk, now commonly known as hardcore, is a subgenre of punk rock that originated in North America in the late 1970s. In North America, hardcore punk emerged with a new sound, which was generally thicker, heavier, and faster than standard punk rock.[1] It is sometimes characterized by short, loud, and passionate songs about serious topics such as government, capitalism, anarchism, war and the hardcore subculture itself.[2][3][4]

  …sem sagt harðara en það sem hinn venjulegi punkari hlustar á…og við stundum fjallamennsku sem er harðari tel ég en hinn almenni borgari stundar, þannig legg ég skilning í þetta og hélt bara að ekki væri hægt að misskilja þetta orð.

  Sjáumst í næstu lautarferð,

  :) Gimp

  #51793
  Smári
  Participant

  Himmi ef harðkjarna pönkið sem þú nefndir verður vinsælt og margir fara að hlusta á það, hættir það þá að vera harðkjarna?

  Er snjóbretti hætt að vera jaðarsport vegna þess að það eru svo margir farnir að stunda það?

  Eða eigum við kanski að gera greinarmun á því hvort menn renna sér í barnabrekkunni eða leika sér á big-jump eða renna sér offpist í bröttum brekkum.

  Ég held að það sé ekki hægt að segja að þetta og hitt sé harðkjarna sport en ekki eitthvað annað. aðal atriðið í mínum huga er hvernig það er gert. Ef það er harðara (e. rough) heldur en það sem gengur og gerist hjá almenningi þá er það harðkjarna. Þannig að bretta fólk sem eingöngu svigar niður Kóngsgilið eru ekki harðkjarna.

  Ég vona að þetta skiljist ekki eins og það að vera ekki harðkjarna sé minna „cool“ því það finnst mér alls ekki.

  kv. Smári

  ps. þetta er bara nokkuð skemmtileg umræða þó að hún sé löngu hætt að snúast um ÍSALP

  #51794
  0703784699
  Meðlimur

  varðandi hvort það er minna cool eða ekki þá hef ég ekkert kommenterað á það og læt það liggja milli hluta hér, enda það ekki umræðan heldur Ísalp einsog þú réttilega gast þér til um.

  En til að svara spurningunni hér að ofan að þá hittirðu soldið naglann í höfuðið með fyrstu þremur punktunum.

  Harðkjarna pönk sem verður vinsælt verður með tíð og tíma ekki lengur Harðkjarna heldur bara pönk. Snjóbretti er ekki lengur Harðkjarna nema að hluta….það er ekki og verður aldrei harðkjarna að bara eiga snjóbretti, að renna sér í barnabrekkunni eða kóngsgilinu…það myndi kallast að vera á snjóbretti. En ef þig langar að vera harðkjarna snjóbrettamaður að þá gerir þú það sem jaðarinn er að gera, eða aðeins lítið brot af heildarmenginu sem stundar snjóbretti. Um leið og það er farið að vera á almannafæri að taka 1080 í pipe að þá fá menn ekki lengur gull f. það á olympíuleikunum, og um leið og það er orðið á almannafæri að fara 9,8 metra yfir halfpipe þá telst það ekki hard core…..svo má alltaf deila um það hvað er síðan extreme?

  Sem sagt bottom line-ið í umræðunni um Ísalp er að um leið og hinn almenni borgari labbar þarna inn og fer að sækja í pick-nick ferðir á vegum klúbbsins þá segi ég mig úr honum, en ef hann er að sækjast í „harðkjarna“ ferðir að þá held ég mig ennþá í honum, held þetta hafi of oft komið fram í skrifum mínum. Gera leiðarvísa um klifur en ekki gönguleiðir, þarna er ekkert sem ég get séð sem fær menn til að misskilja orð mín að ég tel….en Smári virðist nú vera sammála mér með orðum sínum, „aðal atriðið í mínum huga er hvernig það er gert. Ef það er harðara (e. rough) heldur en það sem gengur og gerist hjá almenningi þá er það harðkjarna. Þannig að bretta fólk sem eingöngu svigar niður Kóngsgilið eru ekki harðkjarna“ skrifar smári stefánsson

  Ég sviga niður kóngsgilið en ekki eingöngu. Pabbi svigar niður kóngsgilið, og er mjög sáttur við það og er ekki að sækjast eftir meiru en það, ég vona að enginn telji hann harðkjarna rennslismann.

  kv.himmi

  #51795
  1908803629
  Participant

  Djöfull er ég ánægður með þessa umræður! Það styttir í að þetta fari að slá út hitaumræður um boltun sem slógu út alla skala í spjallumræðum…

  Eða hvað… maður getur kannski blandaði þessu saman.

  Fyrst harðkjarna er það sem er gert, er dótaklifur ekki harðara en sportklifur og því meira harðkjarna? Það getur hver sem er farið í sportklifur og varla er sá/sú harðkjarna… eða breytist það við einhverja gráðu? Í huga sumra er held ég sportklifur eins og kóngsgilið, fjölfarið og auðvelt.

  Og fyrst svo er þá er varla hægt að segja að klifur sé harðkjarna, nema maður geri eitthvað spes.

  (Þetta er farið að snúast út í heimspeki held ég bara)

  #51796
  0703784699
  Meðlimur

  ….jú ef þú ferð svo djúpt í það, en þá ertu líka ekki að tala um fjallamennsku í heild sinni heldur klifur og þá klettaklifur eingöngu. Það má alltaf þrengja umræðuna en ég talaðu bara um þetta í heild sinni,

  Hvort dótaklifur er meira harðkjarna en sportklifur að þá held ég að það segi sig soldið sjálft…..innanhúsklifur, boulder, sportklifur, dótaklifur, fjölspanna boltað, fjölspanna trad, aid og annað er allt harðkjarna sport myndi ég ætla en hvernig þú vilt skipta því upp innan klifurs er eitthvað sem ég læt liggja milli hluta, umræðan átti aldrei að vera svo djúp eða að snúast um það, heldur hvort Ísalp væri að fara að vera einhver mömmuklúbbur f. þá sem stunda ekki harðkjarna sport.

  Hvort dótaklifrarar eru betri klifrar en sport klifrara er síðan allt önnur ella, og væri fáranlegt að fara útí þar sem flestir stunda þetta með hvort öðru og einsog að spyrja hvort spretthlauparar eru betri hlauparar en marþonhlauparar.

  Himmi sem var aldrei hard core en dreymdi um það…..og sótti því um í Ísalp

  #51797
  Skabbi
  Participant

  Getum við ekki þrengt þetta niður í:

  ÍSALP – EKKI FYRIR ÖMMU ÞÍNA!

  Allez? Hell yeah!

  Skabbi

  #51798
  Sissi
  Moderator

  ÍSALP – BARA FYRIR AFA ÞINN!

  Done

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
 • You must be logged in to reply to this topic.