Mission ársins?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Mission ársins?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47394
    1908803629
    Participant

    Það hefur lítið borið á umræðu um leiðangra og mission á þessu ári, til fjarlægra landa og hávaxinna fjalla (eða ég misst af umræðunni…).

    Er kreppan búinn að sjúga allan kraft úr leiðangurgröðum körlum og konum eða er hugsanlega eitthvað í pípunum? Endilega segið frá.

    #55257
    2103844569
    Meðlimur

    Missions for this year:
    – climb 8a or in Iceland or wherever on this planet.
    – climb Chocolat Chaud and Flying Circus (M10)
    – climb the harder route on Thumall (trad)
    – climb Sundlaugarparty trad
    – Walk to Iceland’s highest point
    – Get/stay sponsored by Petzl (or BDel), Cintamani, Boreal and Sterling and any other company that has some money to spend these days :)
    – Move to Kandersteg next Autumn/Winter and climb all routes there (multipitch. trad, mixed and ice)
    – Join the WC iceclimbing and get into the finals on lead and speed
    Who’s up for training with me?
    I mean running, biking, core stability training, fingerboard-hanging, climb trad in Hnappavellir, climb ice in summer time, train for speedclimbing (ice), have figure-of-four-figure-of-nine-sessions, and just climb loads of meters of rock.
    Actually, this is a serious question…I need people to train with me :)
    So…what’s your mission???
    Greetings from Kandersteg (CH)

    #55258
    0311783479
    Meðlimur

    Hard to read this without getting jolly inspired – you are a remarkable lady!

    As I’m most of the time short climbing partners in the Alps, will be good to know you’ll be in Kandersteg next winter.

    My mission is to climb more, not just day-dreaming about climbing!

    Peace out from Biskupssteinn
    Halli

    #55284
    Skabbi
    Participant

    Mogginn segir mér að Ágúst Kristján Steinarsson ætli á 7 alpatinda á 10 dögum í sumar, þeirra á meðal Matterhorn og Eiger. Ef þetta er ekki mission sem vert er að segja frá!

    Hvernig ætlið þið félagarnir að undirbúa ykkur undir þetta metnaðarfulla verkefni? Ætlið þið að fara á eigin vegum eða leigja leiðsögumenn?

    Mitt eigið markmið er að vera í góðu formi þegar ég fer til Lofoten í ágúst. Boltar eru sjaldséðir á þeim slóðum þannig að maður verður líklega að hengslast upp í Stardal oftar í sumar en verið hefur undanfarin ár. Einnig að reyna við lengri leiðir á borð við Saurgat Satans Vestrahorni og Kerlingareld í Svarfaðardal.

    Í Lofoten er draumurinn að klifra Vestpillaren á Presten, 436 metrar, 13 spannir, 5.10 a/b.

    3660959858_e7cc06b18a.jpg

    Hvers virði er markmið ef maður segir ekki frá þeim fyrirfram?

    Allez!

    Skabbi

    #55288
    1908803629
    Participant

    Jú – væntanlega eitthvað til að segja frá enda rataði það á baksíðu Moggans og víðar. Það er bara betra að segja frá svona í fjölmiðlum frekar en á ísalp síðunni. ;-) (og já – facebook var búið að frétta af þessu líka…)

    Annars er þetta nýákveðið, þ.e. flugmiðar keyptir, og við vorum á leiðinni að fara að blaðra þessu út úr okkur. (Upptekinn að tala við fjölmiðla sko ;-))

    Annars eru þetta tindarndir sem við stefnum á:
    [ul]Breithorn, 4.164 metrar
    Castor 4.226 metrar
    Pollux 4.092 metrar
    Lyskamm 4.226 metrar
    Monte Rosa 4.634 metrar (fyrstu fimm tindarnir eru hluti af hæðaraðlögun og er oft þekkt sem Breithorn traversan eða Spaghettí traversan.)
    Matterhorn 4.478 metrar (Aðal markmið ferðarinnar, munum fara upp ítölsku leiðina, Lion‘s Ridge) Flott mynd að neðan
    Eiger 3.970 metrar (Bónusfjall ef við náum að fara allt hitt á réttum tíma, förum upp Hörnligrat leiðina.[/ul]

    [img]http://www.summitpost.org/images/medium/361237.JPG[/img]

    Það verður enginn gæd þannig að við þurfum að kynna okkur fjöllin ansi vel. Varðandi líkamlegan og hæfnislegan undirbúning þá ætlum við bara að missa okkur í fjallamennsku á næstu mánuðum og höfum ýmsar hugmyndir sem eru þó ekki ákveðnar, kannski koma einhverjar fregnir af því.

    Annars er þetta okkar frumraun í alvöru fjöllum, þ.e. utan Íslands, og því ekki farið allt of hratt af stað, þó hratt sé farið. Svo kemur bara í ljós hvort það sé eitthvað vit í þessu plani þegar á reynir.

    Og já – hópurinn samanstendur af:
    – Mér
    – Magga Smára, Akureyringi og hjálparsveitarkappa
    – Jóni Heiðari, Akureyringi og hjálparsveitarkappa
    – Erni Árnasyni, Kópavogsbúa kenndan við Hóla í Hjaltada.

    Svo ef einhver hefur áhuga þá er brot af fréttinni hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/03/stefnir_a_sjo_tinda_evropsku_alpanna/

    #55289
    0801852789
    Meðlimur

    Ábending Ágúst,
    Stefnan er á Lion traversuna s.s upp lion ridge og niður Hörnligrat
    Eiger leiðin mun vera Mitteledge

    #55290
    1908803629
    Participant

    Ok. Betra að hafa staðreyndirnar á hreinu ;-)

    #55291
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Lófóten já!

    Hehe, hvað ertu að gera með mynd af rassinum á honum Aslak, Skabbi?

    Ég stefni að því að eyða nokkrum vikum í Lófó sjálf en set þó markmiðið aðallega á bjórþamb, grjótglímu og varðeldsstemmara. Jibbí.

    #55292
    Anonymous
    Inactive

    Innilega til hamingju Ágúst með glæsilegt verkefni. Ég vona svo sannarlega að þér gangi vel í þessu. Ég veit hvað það er að setja sér takmark það er frábært. Það allra besta við það er þegar maður uppsker árangur erfiðisins þegar takmarkinu er náð. Ég sjálfur er með mission í ár en það verður ekki rætt frekar á þessari síðu.
    Baráttukveðja Olli

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.