Klúbburinn

Home Umræður Umræður Almennt Klúbburinn

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47400
    Björk
    Participant


    mér finnst vera svo rosalega lítið líf hérna á síðunni og lítið heyrast frá félaginu.

    Maður sér eiginlega bara allt á facebook, sá að einhverjir heimsóttu Tindfjöll um síðustu helgi og þar kominn einhver snjór þar. Munið eftir fína skálanum okkar þar ? :)

    Stendur eitthvað til að byggja þessa heimasíðu meira upp, bæta við svona klassískum like/+/deila/share fídúsum.

    Verður sett upp einhvers konar leiðarvísir fyrir nýjar leiðir eða verður spjallið áfram notað?

    Ég er alveg viss um að fullt af fólki hefur samt ekki gefist upp á http://www.isalp.is og er enn að kíkja hér inn einu sinni á dag í þeirri von að einhver sé búinn að pósta einhverju skemmtilegu. Sérstaklega þeir sem komast ekki á facebook í vinnunni ;)

    kv. Björk, sem er spennt fyrir vetrinum.

    #56967
    1811843029
    Meðlimur

    Hæhæ

    Við vorum einmitt að ræða þetta um daginn í stjórninni, erum alveg sammála því sem þú ert að segja Björk. Við ræddum nokkrar leiðir til að peppa upp síðuna en það væri líka mjög gott að heyra hvaða hugmyndir aðrir hafa.

    Hvað getum við gert til að gera isalp.is virkari?

    Auðveldað félögum að setja efni á síðuna?
    Hvatt félaga til að setja inn efni?
    Fengið fréttaritara isalp.is?
    Fleira???

    Látið í ykkur heyra!

    Atli

    #56968
    Björk
    Participant


    stjórnin getur t.d. nýtt sér þessa umræðu,
    http://www.isalp.is/umraedur/5-almennt/10995-til-hvers-isalpis.html#11066

    hefur stjórn sem sagt ekki tekið neina ákvörðun um áframhaldandi vinnu á vefnum?

    kv. Björk

    #56970
    Sissi
    Moderator

    1) Stjórn og klúbbfélagar þurfa að nota þetta tæki. Setja inn smá tilkynningu um hvað er gert. Stjórn getur sýnt gott fordæmi hér með því að vera virk í tilkynningum, setja inn dagskrá með góðum fyrirvara etc.

    2) Þessi vefur er varanlegur, upplýsingar á facebook eru það ekki. Menn og konur ættu að reyna að setja inn lýsingar á ferðum/aðstæðum/fróðleik etc. hér á síðuna því að hér er hægt að leita og við höfum control yfir því að þessar upplýsingar tapist ekki. Þær er síðan hægt að nota í framtíðinni, til að fletta upp og sem heimildir í ársrit.

    3) Leiðarlýsingar – það eru 10+ ár af skráningu leiðarlýsinga í grunnum ísalp. Sumar þeirra eru merkilegar sögulegar heimildir, skrifaðar af frumförum rétt eftir frumferð, með myndum eftir þá. Mér finnst skandall að þetta sé ekki aðgengilegt og algjört forgangsmál að koma upp skráningu leiða hérna á vefinn aftur. Þetta ætti að vera einn aðal tilgangurinn með því að halda vefnum úti. Stjórn ætti að leggja mikla áherslu á að koma þessu upp aftur hér á ísalp vefnum með öllum gömlum skráningum aðgengilegum.

    4) Ekki vitlaust að nýta sér nýjustu tækni. Það er til eitthvað extension í joomla skilst mér til að gera facebook share, ætti ekki að vera flókið.

    Að öðru leyti má vísa til umræðunnar sem Björk vísar á.

    Síðan þarf klúbburinn náttúrulega bara að vera lifandi. Myndasýningar, klúbbkvöld, gera BÍS hátt undir höfði, jólahlaðborð, fleiri ferðir, plögga skálunum okkar, undirbúningskvöld fyrir ísklifrið þar sem brýningar og fleira er kennt af fagmönnum etc. Margt hægt að gera.

    Góðar stundir,
    Sissi

    #56971
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Facebook-Like-Button-big-578x278.jpg á Sissa.

    #56972
    Gummi St
    Participant

    Flott hjá þér að endurvekja þessa umræðu Björk og í leiðinni ýta við okkur sem eigum að sjá um þetta!

    Ég er sammála flestum hér og er t.d. einn af þeim sem kemst ekki á facebook í vinnunni og fíla það reyndar bara ágætlega enda hef ég ekkert þangað að gera í vinnutíma. Ókosturinn við það er hinsvegar að maður missir af miklu, frásögnum og öðru er varðar fjallamennskuna sem maður hefur þennan brennandi áhuga á.

    Myndi t.d. like takki sem setur link og status á FB hvetja fólk til að pósta hingað inn og „share’a“ því svo á FB gegnum þann takka og slá þá báðar flugurnar í einu ?

    Ég hef verið svoldið hræddur við þessa FB þróun og veit t.d. um að Hellarannsóknarfélagið hefur lagt niður sinn vef og notar bara FB grúppu í staðinn, það fyndist mér hræðilegt ef slíkt myndi henda okkur!

    -GFJ

    #56973

    Segi fyrir mitt leyti að ef vefurinn yrði lagður niður og allt færðist yfir á feisbúkk, þá myndi ég nú bara segja mig úr klúbbnum. Mér fyndist það glatað og eins og ég hef sagt áður, bakbein klúbbsins væri þar með brotið og gagnslaust.

    Er sammála Sissa með að það er algert forgangsatriði að koma skráningum nýrra leiða í gagnið á ný með einhverjum leiðum. Eins mætti skoða að taka upp „Mínar síður“ aftur þar sem hver og einn getur sett inn ferðasögur. Eitthvað í líkingu við það sem var. Það hefur einfaldlega sýnt sig að fólk er ekki að kaupa það að nota „Greinar“ til að pósta svona löguðu.

    Svo er bara að vona að fólk haldi áfram að segja frá hér á ÍSALP-spjallinu og linka inn á gallerýin sín eins og tíðkast hefur. Það sem fer hingað inn endist betur en á feisbúkk og fleiri munu sjá það af þeim sem virkilega hafa áhuga á svona efni.

    #56974
    Karl
    Participant

    Ísalp er sérstakt fyrirbrigði. -Markmiðið er ekki að starfsemi félagsins sé sem allra mest. Markmiðið er að sú fjallamennska sem hver og einn stundar verði meiri/betri/áhugaverðari/aðgengilegri osfrv. Eitt aðal hlutverk Ísalp er því að vera fjöltengi sem miðlar hugmyndum, upplýsingum skoðunum ofl.

    Í árdaga fólst þetta í áskrift klúbbsins að bókum og tímaritum og „fjöltengingin“ var með beinum hætti , maður á mann, á opnum húsum klúbbsins og lítilega með útgáfu fréttabréfa.
    Í dag má segja að http://www.isalp.is hafi tekið við hlutverki lífræna opnuhúsahittngsins og fréttabréfanna.
    Ég tel mikilvægt að halda þessum vetvangi „innanhúss“ þ.e. á okkar heimasíðu og ná fram þessu lífræna með námskeiðum og festivölum ss Banf, Telemarkfestival. Ísklifurfestival, Hnappavallgleði, e-h myndasýningum, glöggi osfrv.

    Líklega þarf að poppa síðuna e-h upp til að auðvelda miðlun myndefnis og FF.

    #56976
    Björk
    Participant

    Ég held að allir séu sammála því að við viljum halda í isalp.is enda er þessi síða það sem tengir félaga saman í dag og hér er hægt að miðla upplýsingum áfram til allra. Stundum hafa frásagnir héðan jafnvel ratað í fjölmiðla.

    Spjallið hér er fínt (þó það mætti aðeins fínisera það), fólki hefur alveg tekist ágætlega að halda því lifandi miðað við allt sem er í boði á internetinu í dag.

    kv. Björk

    #56981
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir athugasemdirnar og ábendingar – alltaf gott fyrir stjórnina að fá eitthvað svona með reglulegu millibili.

    Við tókum fund um heimasíðumálin og það eru nokkrir hlutir að fara í farveg og… BabbaraaaBabbaBammm… Það er komin LIKE virkni í fyrir allar greinar!!! (sjá frétt eða grein að ofan) og sambærileg lausn er fyrir handan hornið fyrir spjallið.

    Vonandi lækar öllum við þessar breytingar ;-)

    #56982
    0703784699
    Meðlimur

    Ársritið er og verður mikilvægur hlekkur líka.

    Annars að þá held ég að við höfum misst mikið þegar klettaklifrar fóru að hætta að tjá sig á Ísalp, en þeir eru með þeim virkari svo ég viti til. En þeir eru að póst video-um hægri vinstri og flottum myndum erlendis frá sem aldrei rata hingað.

    Það þarf klárlega að krydda vefinn aðeins, like, share ofl sem ætti ekki að vera of mikið mál? Ég kem hér inn daglega og það er lítið um að vera því miður.

    #56985
    2006753399
    Meðlimur

    Margt gott komið fram hér,

    Ársritið, síðast þegar ég frétti af ársritinu var það í umbroti, hvað er að frétta af því?

    Það er margt á netinu sem keppir við vef félagsins en ársritið á sér engan líka á íslandi. Þetta er mikilvægasta ritið um fjallamennsku á íslandi og flagg félagsins. Síðustu ársrit hafa líka verið mjög vel unnin og ritið eitt og sér er mér næg ástæða til að borga félagsgjöldin.

    Baráttukveðja frá vesturströndinni!
    -R

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.