Jólajóla!

Home Umræður Umræður Almennt Jólajóla!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46741
    Skabbi
    Participant

    Eftir hlákuskotið í gær er aftur farið að kólna. Veðurspáin gerir ráð fyrir frosti langt fram yfir helgi og snjókomu fram á laugardag.

    Ísaðstæður og snjóalög voru prýðileg í byrjun vikunnar, smá hláka hefur bara hreinsað snjó úr ísleiðum og þjappað snjó í skíðaleiðum. Það má því gera ráð fyrir þokkalegu skíða og klifurfæri á laugardaginn þegar jóla klifur/skíðadagur Ísalp fer fram.

    Ég hvet alla sem vilja auka á jólastemminguna á aðventuna til að taka þátt í þessum guðdómlega viðburði og skrá sig hér á síðunni.

    Tekið verður á móti klifrurum og skíðurum með ólgandi sviðapitsum og rjúkandi landaglöggi í Skútuvoginum um kvöldið. Og þó að menn séu fastir í laufabrauðsskurði, sörubakstri og músastigaföndri yfir daginn er guðvelkomið að mæta um kvöldið, drekka í sig svaðilsögurnar og japla á nokkrum piparkökum.

    Allez!

    Skabbi

    #53353
    Freyr Ingi
    Participant

    Vei!

    F.

    #53354
    0808794749
    Meðlimur

    það má vart líta af skjánum eða glugganum og veðrið og spáin hafa breyst.
    nú lítur út fyrir að snjóa muni til laugardags.
    skíðiskíðiskíði fyrir mig
    ætla leggja höfuð í bleyti og sjá hvort ég fái mega góða hugmynd af skíðaleiðum.
    hvað eru aðrir skíðamenn að hugsa. einhver sem veit um öruggan skafl?

    #53355
    gulli
    Participant

    Hvenær er mæting eiginlega????

    #53356
    2704735479
    Meðlimur

    Tindfjöll -hlýtur að vera snjór þar -er það ekki?

    #53357
    Goli
    Meðlimur

    Heyrðu ég gæti verið meira en til í skíðun, lát heyra ef þið komið upp með plan!

    Góli s: 617-6924

    #53358
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég sé Grafarfossinn út um gluggan í vinnuni hjá mér.
    Þrátt fyrir ótrúlegar umhleypingar undanfarina daga þá virðist hann vera í fínum aðstæðum.

    ps.
    Palli

    #53359
    Skabbi
    Participant

    Klifrarar stefna á Múlafjallið í fyrramálið, enda er það eini staðurinn sem tekur við þeim geigvænlega fjölda sem búist er við í viðburðinn.

    !zellA

    SKabbi

    #53360

    Smá rapport hérna.

    Ég skrapp í bíltúr áðan upp í Hvalstöð. Aðstæður eftir hlákuna eru svona lala.

    Það var mikill snjór utan á klettunum þannig að erfitt var að greina ís úr mikilli fjarlægð.

    Smá ís í búhömrum. 55° klifranlegar að öllum líkindum.

    Sá ekkert inn í Eilífsdal vegna snjókomu. Ætti að vera í fínum málum þrátt fyrir stuttan hitakafla.

    Ekkert að gerast í Ýring, Óríon ennþá feitur. Lítið í Flugugili.

    Smávegis af ís í Múlafjalli, sá ekki Stíganda en Rísandi ætti að vera vera klifranlegur þó að mjór sé. Ábyggilega mjög skemmtilegar mix-aðstæður.

    (Birt án ábyrgðar (eins og lottótölurnar:) )

    Þannig er nú það.

    Góða skemmtun í klifrinu á morgun. Sjáumst í glögginu.

    Ági

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.