Ísklifuraðstæður

Home Umræður Umræður Almennt Ísklifuraðstæður

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45786
  Anonymous
  Inactive

  Fjölmennt og góðmennt var í Múlafjalli um helgina og var undirritaður þarna á sunnudeginum. Það er ekkert rosalega mikið af ís þarna en það er ekki við slíku að búast því það eru engin snjóalög á brúninni þarna fyrir ofan eins og þarf til að mynda þennan dæmigerða þykka Múlafjalls ís. Hins vegar eru leiðir í alveg sérstaklega skemmtilegum aðstæðum brattar og fínar og tryggjanlegar. Okkur sýndist Orion eiga að minnsta kosti viku í að vera í aðstæðum þannig að hann verður sennilega góður um næstu helgi. Eilífsdalur leit vel út en Þilið sýndist okkur ekki vera alveg samfrosið í efstu spönninni. Vegvísir í Blikdal virðist vera í góður ástandi. Klifurturninn er kominn í gagnið þannig að menn ættu að geta komist þangað að leika sér á kvöldin.
  Olli

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.