Illvirki í Þórsmörk og ferðamáti barnabarna

Home Umræður Umræður Almennt Illvirki í Þórsmörk og ferðamáti barnabarna

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44681
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Ég sá nýlega myndir frá framkvæmdum inni Þórsmörk og var því ánægður með að sjá Árna Alfreðs vekja athygli á málinu í grein sinni, Illvirki inni í Þórsmörk. Þarna minnir hann á sín fyrri skrif um sama mál.

  Eftir því sem mín reynsla segir, þá eru þrjú öfl sem draga erlenda ferðamenn inn í Mörk. Laugavegurinn, Fimmvörðuháls og að upplifa akstur yfir árnar. Fólk sem gengur Laugaveginn mun áfram þurfa rútu. Viljum við virkilega fórna torfæruupplifuninni svo fleiri geti gengið styttri leiðina upp að eldstöðvunum?

  Þar sem að FÍ er mikið til rekið eins og gróðafyrirtæki og á nú skálana bæði í Langadal og Húsadal, er skiljanlegt að þeir berjist fyrir aðgengi bílaleigubíla. Það sem ég skil aftur á móti ekki er að gróðafyrirtæki með fullum rétti, rútufyrirtækin og jeppaferðakompaníin berjist ekki á móti. Þeir selja þá ágætu upplifun sem Merkurferð er og hafa verðmætan einkarétt á flutningi erlendra ferðamanna í Mörkina. Eins og Ágúst H. Bjarnason bendir á í þessu samhengi, er það ekki gott vegakerfi heldur afskekkt og ósnert náttúra sem trekkir að.

  Sérstaða Þórsmerkur er einangrun hennar. Það bætir engu við heildarmöguleika ferðamanna að hafa greiðfært inn í Mörk, heldur þvert á móti. Viðlíka göngusvæði á Suðurlandi eru nú þegar aðgengileg öllum bílum í Skaftafelli, Botnsdal og víðar.

  Ömmur mínar og afar mínir lýsa Merkurferðum sinna yngri ára sem miklum ævintýraferðum á hestbaki þegar að svæðið var enn ófært öllum bílum. Nú er svæðið enn ófært flestum bílum og ég tel mig eiga nokkrar góðar sögur af jeppaferðum inn í mörk fyrir mín framtíðar barnabörn.

  En hvað segja Ísalp félagar? Viljum við komast inn í Þórsmörk árið um kring á Yarisunum okkar? Hver á upplifun barnabarna okkar að verða?

  #57975
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Svona voru framkvæmdirnar fyrir um mánuði síðan.

  Ef til vill eru framkvæmdirnar gerðar með jafn vafasömum leyfum og lagning háspennustrengs.

  #57976
  Ólafur
  Participant

  Svo virðist sem Vegagerðin standi að þessum framkvæmdum að eigin frumkvæði og á eigin forsendum. Af þessum þræði á FB að dæma þá virðast hvorki FÍ né Útivist hafa neina aðkomu að málinu.

  http://www.facebook.com/groups/ferdafrelsi/

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.