Grjótglímumót Klifurhússins.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Grjótglímumót Klifurhússins.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44712
  2005774349
  Meðlimur

  Sunnudaginn 3. október vrður haldið fyrsts grjótglímumót vetrarins í Klifurhúsinu.
  Mótið verður það fyrsta í röð móta í vetur.
  Samtals er stefnt að því að halda 5 mót samtals.
  Samanlögð stig úr 3 bestu mótunum gilda sem stig til Íslandsmeistaratitils í grjótglímu.

  Hver þátttakandi mun telja sín stig sjálfur.
  Ótakmarkaður fjöldi tilrauna við hverja þraut verður leyfður, innan þeirra tímamarka sem mótið gefur (sá tími sem mótið varir, líklega 2 1/2 klst).
  Stig verða gefin eftir því hversu margar tilraunir þarf til þess að ljúka þraut.

  Vegleg verðlaun verða fyrir bestu samanlögðu útkomu úr bestu þremur mótum vetrarins.

  Keppt verður í flokkum karla og kvenna, undir 16 ára, fullorðnir undir 40 ára og fullorðnir komnir á besta aldur (+40).

  Því er um að gera að taka þátt og vera með í fjörinu.

  Fyrir hönd Klifurhússins,

  Hjalti Rafn Guðmundsson.

  E.s. Nánara fyrirkomulag og tímasetningar verður auglýst fljótlega.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.