Fréttir frá húsi klifraranna

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fréttir frá húsi klifraranna

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46284
  2003793739
  Meðlimur

  Blessað veri fólkið!

  Klifurhúsið er enn á sínum stað og aðstaðan þarna niður frá öll að blómstra. Fyrir það fólk sem ekki hefur lagt leið sína niður í Klifurhúsið kemur hér stutt frétt að handan.

  Margt er búið að gerast í Klifurhúsinu síðan það var opnað 22.mars 2002 og er umfjöllunin og starfsemin alltaf að aukst.

  Starfsemi Klifurhússins felst aðalega í því að halda klifursalnum opnum, halda námskeið, taka á móti hópum og skipuleggja hinar ýmsu uppákomur t.d. keppnir, kynningar, o.fl. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá allt útivistar fólk, klifrara og aðra til að hittast, spjalla og læra hver af öðrum.
  Margir æfa reglulega niðurfrá og félagskapurinn góður.

  Framkvæmdir við Klifurhúsið eru enn í gangi og margt eftir í þeim efnum. Klæða þarf milli loft vegna brunamála, byggja fleirri klifurveggi og klára aðstöðu ísalp á efrihæðinni svo fátt eitt sé nefnt. Ég minni bara á að öllum er velkomið að vera með í þessu uppbyggingarstarfi.

  Klifurhúsið stendur ágætlega fjárhagslega. Sumrin eru erfið því þá sækja allir útveruna og tekjur nánast engar. Húsaleigan er okkar helsti óvinur því skiptir innkoma okkur miklu máli. Ég skora því á alla sem styrkja vilja þessa starfsemi að sýna vilja í verki og kaupa árskort í Klifurhúsinu.

  Sjáumst í Klifurhúsinu
  Halli

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.