Festivalfréttir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Festivalfréttir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46055
    Skabbi
    Participant

    Sælt veri fólkið

    27 hafa nú þegar skráð sig á vefnum og enn er nóg pláss í gistingu svo það ætti ekki að vera neinum fyrirstaða.
    Verð fyrir gistingu verður 1000 kr. fyrir nóttina og æskilegt er að menn hafi með sér reiðufé til að auðvelda rukkun.

    Albert Leichtfried, Ines Papert og fleiri heimsklassa ísklifrarar verða í góðum gír á svæðinu og munu sýna myndir á laugardagskvöldinu.

    Stjórn Ísalp hefur ákveðið að efna til myndasamkeppni frá festivalinu og því eru allir hvattir til að vera óragir myndatökurnar.

    Frekari upplýsingar um myndasamkeppnina sem og annað sem við kemur festivalinu verða til taks á svæðinu.

    Kv,

    -stjórnin

    #51161
    Gummi St
    Participant

    Hæbb !

    Það verður væntanlega lagt af stað norður í kvöld þannig að menn verða að birtast framá nótt…
    Gist í Björg stendur í lýsingunni… það er semsagt þarna alveg við víkina samkvæmt kortinu…?

    #51162
    Skabbi
    Participant

    Jamm, sést á kortinu í samantektinni hans Sigga Tomma.

    Úr pistlinum hans Sigga:

    Aðkoma
    Frá Akureyri eru rétt rúmir 70km að bænum Björgum. Frá Reykjavík til Akureyrar eru 388km.
    Þjóðvegur 1 er ekinn frá Akureyri áleiðis til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Þegar komið er út Ljósavatnsskarð er beygt norður inn á þjóðveg 85 til Húsavíkur.
    Þegar komið er um 15km út Kaldakinnina kemur vinkilbeygja yfir Skjálfandafljótið. Þaðan er beygt áfram til norðurs inn í Út-Kinn.
    Þaðan er keyrt beint norður ca. 12km að bænum Björgum. Sú leið ætti að vera fær allt árið (nema kannski rétt eftir snjóbyl).
    Frá Björgum er svo jeppaslóði sem liggur norður meðfram klettabeltinu niður að sjó og er hann fær litlum jeppum og jafnvel stærri fólksbílum þegar snjólítið er.
    Ef slóðinn er ófær er ca. 2-3km gangur frá Björgum að fyrstu ísleiðunum.

    Við Freyr leggjum af stað eftir vinnu í dag, verðum vonandi fyrstir í hús að Björgum.

    sjáumst

    Skabbi

    #51163
    Siggi Tommi
    Participant

    Miðað við hlákuna undanfarið þykir mér líklegt að slóðinn sé ökufær en hann er sennilega varla fær litlum fólksfílum, þar sem það þarf að þvera nokkra litla læki á leiðinni.
    Allar vegalengdir í þessu hjá mér ættu að vera nokkurn veginn réttar, mældar á hraðamælinum á bílnum mínum um árið.

    #51164
    0808794749
    Meðlimur

    við fórum á suzuki vitara alla leið síðustu helgi. held að það hafi ekki mikið breyst, nema náttúrulega meira frost núna.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.