Bláfjallablús

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjallablús

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45132
  0801667969
  Meðlimur

  Sveiflaði mér niður Kóngsgilið í Bláfjöllum í tunglskininu í kvöld. Þó haustið sé kannski frekar tími skauta en skíðaferða þá er um að gera að nýta þetta hvíta. Alltaf ákveðin sjarmi og stíll yfir því að ganga upp brekkuna upp á gamla mátann með skíðin á öxlinni. Ágætt að vera laus við lyfturnar. Það var hins vegar lítill stíll yfir kappanum á niðurleiðinni, nokkrar byltur og bambusprikið brotnaði í miðri brekku. En fall er víst faraheill og alltaf er þetta jafn fjandi gaman.

  Kv. Árni Alf.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.