BANFF – fyrra kvöldið búið

Home Umræður Umræður Almennt BANFF – fyrra kvöldið búið

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46072
  1908803629
  Participant

  Jæja, þá er fyrra BANFF kvöldið búið og það seinna í kvöld.

  Hverng fannst ykkur efnið? Eitthvað uppáhald?

  #51484
  Arnar Jónsson
  Participant

  Þetta var alveg einstaklega skemmtilegar myndir þarna.. Ég á bara erfit með að velja hvað er í uppáhaldi, norsarinn og svisslengurinn vour úræða samir og vængefið flott myndataka í hjólmyndbandinu. En ég held bara að ísjaka klifur myndbandið sé málið fyrir mig.. Will Gadd er skrautlegur gaur og hljóðið.. fu** maður fékk bara hroll niður í tær.

  Kv.

  Arnar

  #51485
  Páll Sveinsson
  Participant

  Alltaf gaman að mæta á BANFF. Samt eins og ég hafi séð þetta allt áður. Alltaf ein sem endar á „í mynningu“.

  Þeir sem hafa ísklifrað fengu fyrir aurinn sinn. Horfa á Will var tóm snild. Sjá kallin reyna aftur og aftur brölta upp 2gr. jökulís og pissa í buxurnar af stressi var ótrúlegt. Hélt reyndar lengi að hljóðið hefði verið fixað það var svo ýkt.

  kv.
  Palli

  #51486
  Smári
  Participant

  Kvöldið gekk að mínu mati mjög vel ef undan er skilið posi sem treysti fáum og hringdi til að tékka á flestum ;) stefnum á að leigja annan posa til að reyna að láta hlutina ganga hraðar fyrir sig í kvöld. Það er hins vegar ekki verra ef menn mæta tímanlega, miðasalan opnar kl. 19:05

  kv. Smári

  #51487
  Björk
  Participant

  Já þetta voru skemmtilegar myndir.
  Gaman að sjá hvað sumir (Gadd) virðast vera vel styrktir til að gera alls konar dótarí (vitleysu). Fannst myndin samt stundum smá kjánaleg, „ÞETTA ER SKO ÓGEÐSLEGA HÆTTULEGT ÞETTA SEM VIÐ ERUM AÐ GERA“ og nógu oft fengið eitthvað fólk til að segja hvað þeir væru ruglaðir gaurar. En líklega voru þeir bara að reyna að koma því nógu vel til skila af hverju Gadd var að skíta á sig í 2 gr. ís:)

  Allt fínar myndir engin svona langdregin og leiðinleg.

  Skal mæta með reiðufé í kvöld.

  #51488
  1908803629
  Participant

  Til upplýsing verður fjallað um BANFF í Kastljósi í kvöld en þið munið auðvitað missa af því af því þið munið öll mæta svo tímalega á BANFF í kvöld ;-)

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.