Ævintýramaður ársins 2008 látinn

Home Umræður Umræður Almennt Ævintýramaður ársins 2008 látinn

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44667
  jafetbjarkar
  Keymaster

  Ævintýramaður ársins 2008 látinn
  Senda frétt
  Upplestur á frétt
  Senda á Facebook
  Blogga um frétt
  Yngsti Bretinn sem nokkurn tíma hefur gengið á Mt. Everest lést af slysförum, ásamt öðrum breskum fjallgöngumanni í frönsku Ölpunum. Rob Gauntlett var aðeins 19 ára gamall þegar hann kleif hæsta tind jarðar árið 2006.

  Móðir hans, Nicola Gauntlett, segir að fjölskyldan sé í miður sín. BBC fréttastofan hefur eftir henni að sonur hennar hafi verið við ísklifur ásamt ónefndum félaga sínum þegar þeir virðast hafa fallið úr mikilli hæð. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist en fallið var greinilega hátt og þér létust báðir. Okkur var bara að berast fréttin,“ segir móðir hans.

  Þeir félagar fóru til Frakklands þann 2. janúar í klifur og áttu að vera komnir aftur síðastliðinn miðvikudag. Foreldrar Gauntlett hyggjast fara til Frakklands í dag til að fylgja syni sínum heim. „Eina huggun okkar er sú að hann lést við að gera það sem hann elskaði,“ segir móðir hans. Heyrst hefur að snjóflóð hafi valdið því að þeir félagar féllu, en það hefur ekki verið staðfest.

  Gauntlett var mikill afreksmaður í útivist og í miklum metum í fjallgönguheiminum. Í nóvember síðastliðnum útnefndi National Geographic hann ævintýramann ársins 2008. Titilinn hlaut hann fyrir ferð sína frá Norðurpólnum til Suðurpólsins, sem farin var eingöngu með hjálp mannlegs styrks og náttúruvænna aðferða, til að vekja athygli á loftslagsbreytingum.

  Á leið sinni milli pólanna tveggja notaðist Gauntlett m.a. við hundasleða, skíði, seglskútu og reiðhjól

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.