Aðstæður á skíðasvæðum og árskort.

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður á skíðasvæðum og árskort.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47121
    0808794749
    Meðlimur

    Nú eru púðursvínin líklegast farin að aka sér í skrifstofustólunum!
    Úti snjóar og er útlitið asskoti gott fyrir næstu daga og helgi.

    Úr Bláfjöllum að frétta er það að stefnt er að opnun kl. 16 á morgun og svo að sjálfsögðu um helgina.
    Tilboð er á árskortum til 5. janúar og er verðið aðeins 15 þúsund kall.
    Eins og allir vita þá er það fljótt að borga sig upp… sérstaklega þegar maður fer alltaf þegar er lokað!

    Samkvæmt vefmyndarvél í Hlíðarfjalli virðist sem enn sé bert á hryggjum og litið um norðlenskt púður. Norðanmenn komið kannski með updeit?
    Þar á bæ eru vetrarkort á tilboði á 16 þúsund kaupi 4 saman í einu.

    Annars væri gaman að heyra af snjóalögum á öllu landinu og hvort að skíðafólk hyggi á toppatúra um helgina.

    #53410
    jafetbjarkar
    Keymaster

    Ég fór á Sauðárkrók og Siglufjörð um helgina. Harðfenni var mikið á Sauðárkróki og aðstæður ekkert sérstakar.

    Hins vegar eru mjög góðar aðstæður á Siglufirði en ansi hart færi utan brautar. En á troðnum brautum var þetta fínt.

    Á Akureyri og Dalvík skilst manni að þar sé um einhverja takmarkaða opnun að ræða þannig að ég fór ekki þangað.

    #53411
    Sissi
    Moderator

    Talandi um púðursvín, eru Ísalparar í stafagöngu í Fréttablaðinu í dag?

    #53412
    0801667969
    Meðlimur

    Fantagott færi í Bláfjöllum og búið að vera undanfarna daga. Þetta á þó eingöngu við leiðir sem girtar voru nú í sumar og haust. Þetta er Norðurleiðin svonefnda og brekkur á Suðursvæðinu. Í þessum leiðum er komið þykkt og gott snjóalag.

    Skíðaleiðir sem ekki hafa verið girtar eru hins vegar svo til snjólausar. Má þar nefna Kóngsgil og Suðurgil þar sem snjórinn er venjulega mestur og þær leiðir koma fyrst inn. Ef ekki væri fyrir þessar nýju snjógirðingar væri ekkert verið að opna í Bláfjöllum.

    Kv. Árni Þvergirðingur.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.