Re: Svar:Og þá er komið að Bratta.

Home Umræður Umræður Almennt Og þá er komið að Bratta. Re: Svar:Og þá er komið að Bratta.

#54451
Björk
Participant

Já næsta verkefni hjá Ísalp er að ákveða hvað skal gera með Bratta.

Ég held að fyrsta skrefið sé að meta hvað þarf nákvæmlega að gera. Er hægt að laga hann á staðnum eða er þetta annað Tindfjallaverkefni.

Hér eru myndir sem ég tók af skálanum í vetur. http://picasaweb.google.com/bjorkh/Bratti#

Nú tala ég bara fyrir mig í stjórninni en ég held alveg örugglega að það sé vilji hjá stórninni að Brattavinafélagið sé stofnað og gerð áætlun.

Held að Grænlandsfarar stjórnarinnar séu væntanlegir á skerið og fljótlega hægt að hafa fullmannaðan stjórnarfund.

kv. Björk