Re: svar:Ekki öll vitleysan eins

Home Umræður Umræður Almennt Bullandi snjóflóðahætta Re: svar:Ekki öll vitleysan eins

#52202
0801667969
Meðlimur

Mér skilst að það kosti ca. 50 milljónir á ári að reka 10 snjóbyssur. Fyrir hluta af þessum milljónir má landmóta og girða ansi mikið hér á svæðinu. Þanni mætti tryggja opnun allan veturinn á ÖLLU svæðinu frá hausti og fram á vor. Með öllu svæðinu á ég við Kóngsgilssvæðið, Suðursvæðið og Eldborgarsvæðið.

Ég er hræddur við að ef farið verður út í snjóframleiðslu strax þá verði ekki til peningur til að sinna öðru en Kóngsgilinu. Engin uppbygging (landmótun, snjógirðingar, endurnýjun á lyftum) yrði á hinum svæðunum.

Þá er einfaldlega orðið of lítið pláss til að skíðafélögin með sínar æfingar og mótahald og almenningur geti verið á sama tíma á svæðinu. Slíkt skilar sér bara í færri opnunardögum fyrir almenning.

Snjóframleiðsla virðist lífsnauðsynleg fyrir Hlíðarfjall og fleiri staði fyrir norðan því þar er úrkoma af skornum slammti. Lítil snjókoma eða lítill snjór er ekki vandamál í Bláfjöllum. Vandamálið er að vegna veðurhæðar þá sest snjórinn ekki á rétta staði.

Undanfarna vetur hefur oft verið farið út í það ýta eða keyrar þessum snjó langar leiðir, aðallega úr einu almennilegu snjógirðingunni á svæðinu. Slíkt er mjög dýrt. Með hræódýrum snjógirðingum við allar skíðaleiðir má breyta þessu og spara stórfé.

Kv. Árni þvergirðingur