Re: svar: Þríhnjúkahellir

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnjúkahellir Re: svar: Þríhnjúkahellir

#51677
0801667969
Meðlimur

Í annað skipti sem varadekksfelgan afa hans Himma og zúkkan hans Kalla var notuð við uppdrátt fór ég fyrstur niður. Notaði áttu og hafði prussikk band sem öryggi. Seig fyrst með línuna í poka en nennti því svo ekki og fleygði henni niður. Þegar leið á sigið fer mig að verkja all svakalega í hægri hendina og gat illa stýrt siginu. Reyndi að vefja línunni um fallegu fjólubláu Scarpa Vega skóna til að hægja á hraðanum án árangurs vegna þyngdar línunnar. Sársaukinn var það mikill að ég neyddist til að sleppa línunni. Sem betur fer virkaði prussikk hnúturinn og ég stoppaði. Þá kom í ljós að það vantaði ca. 20 metra uppá svo línan næði til niður. Fékk senda aðra línu og komst til botns.

Ástæða sársaukans var sú að nokkrum vikum fyrr hafði ég farið í heita pottana í Laugardalnum eftir eitthvað djamm. Við að príla yfir grindverkið hafði ég dottið beint fram fyrir mig og brotið bátsbeinið. Þetta kom hins vegar ekki í ljós fyrr en við sigið. Svona fyrir “recordið” vil ég taka fram að ég fór fyrstur upp á varadekksfelgunni afa hans Himma og zúkkunni hans Kalla. Fer kannski betur að aðrir segi þá sögu, sáu hana kannski í öðru ljósi en ég.

Kv. Árni Alf.