Re: svar: Stjórn ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: svar: Stjórn ÍSALP

#51059
Smári
Participant

Ég hef einnig skilað inn mínu framboði til stjórnar. Ég er frekar nýr félagi í klúbbnum eins og Ágúst meira að segja búinn að vera svipað lengi í klúbbnum og hann. Ástæðan fyrir að ég hef ekki verið mjög sýnilegur í starfi klúbbsins fyrr en nú í haust (hef mætt á einn fund og eina klifurferð) er sú að ég hef búið erlendis (Noregi) þar sem ég hef verið í námi undanfarin 3 ár. Í vor lauk ég meistaraprófi í íþróttafræðum með áherslu á útivist.
Nú er ég aðjunkt við KHÍ (íþróttabraut) og kenni þar fagið útivist.

Ástæðan fyrir því að ég hef áhuga að starfa í stjórn ÍSALP er brennandi áhugi á fjallamennsku og langar að leggja mitt að mörkum til að breiða út „fagnaðarerindið“ og vinna að einu meginmarkmiði ÍSALP (í upphafi allavega), að efla áhuga almennings á fjallamennsku.

Hlakka til að hitta fólk á aðalfundinum.

Smári