Re: svar: Píur í ís

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Af Múlafjalli Re: svar: Píur í ís

#53190
Freyr Ingi
Participant

Dagurnn í dag var líka góður og um það geta vottað þeir 8 ísprílarar sem voru í Múlanum.

Ég og Raggi vorum einmitt að rifja það upp hversu kalt það er að standa handaloppinn að reyna að reima á sig á skóna niðri á bílaplani undir Múlafjalli þegar smárúta Kópavogsskáta renndi í hlað.

Út stukku 6 stykki og spóluðu af stað og við ennþá að reima.
Á eftir hópnum horfðum við og fannst skátarnir nokkð huggulegir aftan frá, svona ca. helmingurinn alla vega.
Við nánari athugun kom í ljós að kynjahlutfall þeirra var 50/50 og við Raggi kvörtuðum ekki meira undan kulda þann daginn.
(ekki fyrir framan stelpurnar sko)

Annars var þetta hinn skemmtilegasti dagur á fjöllum og óhætt að segja að fyrsta helgi vetrar byrji vel með 8 ísprílurum að störfum í gær og öðru eins í dag. (einungis verða þeir taldir sem hafa meldað sig inn hér eða að öðrum kosti verið taldir á ísstað)

Fórum sem sagt tvær leiðir, öðru hvoru megin við scottish leader. Veit ekki nöfn en sá þær á yfirlitsmynd hjá Robba. Ís í þynnri kantinum og tekknó en ofsa gaman. Stuttar ísskrúfur og ein hneta.

Tekk fyrir prýðis upplýsingaþjónustu á spjallinu strákar.
Þetta er til eftirbreytni.

FIB