Re: svar: Nýtt sjónarhorn

Home Umræður Umræður Almennt Fjallamann Re: svar: Nýtt sjónarhorn

#48645
0801667969
Meðlimur

Þegar komið er spölkorn austur fyrir fjall þá hefur orðið Fjallamaður mjög ákv. merkingu. Það er Eyfellingur m.ö.o. maður undan Eyjafjöllum. Þessir menn þekktust og þekkjast í dag frá öðrum hestamönnum á því að þeir voru og eru alltaf með regngalla reyrðan á hnakkinn, enda rignir talsvert undir Fjöllunum.
Það sem kallað er að fara í „leitir“ í öðrum sveitum nefnist að „fara á fjall“ undir Eyjafjöllum. Hvort Fjallamenn eru meira við skál í slíkum ferðum en t.d. Skagfirðingar skal ósagt látið.

Kv. Árni Alf. ættaður frá Stóru-Mörk undir V-Eyjafjöllum.