Re: svar: Nördar í Ísalp

Home Umræður Umræður Almennt Nördar í Ísalp Re: svar: Nördar í Ísalp

#51123
2911596219
Meðlimur

Ég er svolítið sammála síðasta ræðumanni. Það er að segja, hvernig væri að afmarka ökuleiðir um náttúruperlur okkar Íslendinga og þá er ekki vitlaust að malbika þær.

Þetta fyrirkomulag virðist vera víða erlendis þar sem menn vilja ekki spilla náttúrunni með óheftri umferð ölutækja og þar með halda náttúrunni og lífríkinu í sem næst sínu upprunalega formi.

… ekki spillir fyrir svona hugmyndum að það eru kosningar framundan og sumir stjórnmálaflokkar eru nánast í því að kaupa sér áframhaldandi stjórnarsetu með fjárframlögum hingað og þangað í samfélaginu – því ekki til svona þarfra málefna sem náttúruvernd er!

Eru menn ekki annars búnir að fá uppí kok af þessari gegndarlausu virkjunaráformum og svo maður tali nú ekki um allt það peninga-flóð sem allar þessar athuganir og rannsóknir kosta samfélagið. Væri ekki nær að nota þá peninga í td. landgræðslu og náttúruvernd – eða kannski setja Ómar Ragnarson á launaskrá hjá Landsvirkjun …

kv. GHS