Re: svar: MÓTMÆLI!

Home Umræður Umræður Almennt MÓTMÆLI! Re: svar: MÓTMÆLI!

#50665
0206862359
Meðlimur

Það var ömurlegt að horfa upp á Steingrím J. Sigfússon í fréttum í gær gleðjast yfir því að byrjað væri að sprengja héðinsfjarðargöng. Að vísu kom hann þar fram fyrir sitt kjördæmi en ekki sem formaður vinstri grænna. Engu að síður finnst mér eitthvað rangt við það. Góð tímasetning samt að byrja með gönginn núna þar sem hægt var að fela þau í skugga Kárahnjúkavirkjunarinnar. Ég hitti fljótamann um daginn sem vildi miklu frekar bora frá fljótunum og ekki að farið yrði yfir héðinsfjörð. þá fengist tenging bæði við skaga og eyjafjörð í staðinn fyrir einungis Eyjafjörð og allir sáttir. Væri ekki líka hægt bara að halda þessum borunum áfram og bora alla leið undir Héðinsfjörð og halda honum áfram í því ástandi sem hann er í í dag?

Hugsunarleysi!
Tryggvi