Re: svar: Líf í öðrum fjallamönnum…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður Re: svar: Líf í öðrum fjallamönnum…

#50417
2806763069
Meðlimur

Fór austur. Hrútfellstindarnir líta vel út. Neðstu fossarnir eru reyndar morknir og lausir frá en þar fyrir ofan virðist allt vera gott. Snjóflóðahætta í lágmarki eftir því sem ég gat best séð. Mögulegt grjóthrun í sólinn svo vakna mjög snemma!

Hnjúkurinn frá Svínafellsjökli lítur mjög vel út. Reyndar er bara ís á skriðjöklinum en hægt væri að skíða alla leið niður að honum.

það er líka slatti af ís við Klaustur sem kom nokkuð á óvart. Reynar orðinn hvítur en samt sem áður líklega klifranlegur. Tilvalið svæði fyrir ykkur mix-masters!

Knoll og Tott líklega klifranlegir en vantaði smá upp á að vera tryggjanlegir (austan við Vík).

Sól og blíða á láglendi og vafalítið hægt að klifra á Hnappavöllum á meðan norðanáttinn varir.

Fátt um fína drætti neðan jökuls á Eyafjallajökli = þarf að bera skíði upp og niður.