Re: svar: Kannast einhver við kauða?

Home Umræður Umræður Almennt Kannast einhver við kauða? Re: svar: Kannast einhver við kauða?

#50797
ABAB
Participant

Hann er svakalegur kappi. Ekki skemmir fyrir að hann og Herra T. eru vinir og klifruðu a.m.k. tvær stórar leiðir saman. Önnur þeirra var Czech Direct á suðurhlið Denali, 3000 m leið sem House, Twight og Backes klifruðu á 60 tímum- án þess að sofa!! Það eru 2 og 1/2 sólarhringur í leið sem inniheldur WI6 ísklifur og sitthvað fleira létt og löðurmannlegt.

Þetta Nanga Parbat ævintýri House er eitt flottasta klifur sem ég hef lesið um. Stærsta fés í heimi klifrað á nokkrum dögum í fullkomnum alpastíl og leiðin endar á toppnum í rúmlega 8000 m hæð. Kannski að maður skelli sér bara í Múlafjallið…

Geturðu fengið manninn til landsins? Eða hvað ertu að pæla?

Kveðja,
AB