Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um síðustu helgi Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

#49229
1704704009
Meðlimur

Já, ég skal bara byrja. Á laugardag fórum við Rúnar Pálmason í Grannann og skemmtum okkur mætavel. Reyndar lítill ís ofarlega í fossinum en alveg klifurhæfur.
Strax daginn eftir fór ég ásamt Haraldi Erni og Ingvari Þóris í Grafarfossinn og var það nú stuð í lagi. Nægur ís þar og allt í fína. Hressandi veður, skaf og fjúk – öll föt frusu stíf og línurnar urðu sömuleiðis beinstífar.