Re: svar: ísaxir

Home Umræður Umræður Keypt & selt ísaxir Re: svar: ísaxir

#51848
2806763069
Meðlimur

Það sem þú ert að biðja um er í rauninni ekki til, ekki frekar en að maður fær ekki skíði sem virka vel í að fara yfir Vatnajökul og til að fara í Bláfjöll.

Fáðu þér frekar almennilegar klifuraxir. Ef þú ert að gera eitthvað sem krefst tveggja axa þá muntu einnig kunna að meta það að vera með góðar græjur.

Líklega eru Simond Naja þær sem komast næst því sem þú ert að leita að, léttar og hægt að reka skaftið hindrunarlaust niður. Þær eru einnig mjög góðar ísklifuraxir, sérstaklega fyrir byrjendur og þá sem eru ekki mjög líkamlega sterkir.
Þær voru einnig mjög vinsælar en þar sem er mjög erfitt að uppfæra þær í ólalausar axir þá er örugglega hægt að fá nokkur notuð eintök fyrir ekki svo geðveikislega mikinn pening.

Það er einnig hægt að fá ódýrari útgáfur af öxum sem eru með föstu blaði, og/eða fastri hyrnu og hamri. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög mikill aðdáandi þessháttar tóla. Oftast er balance-inn lélegur (hausinn of léttur) og maður kemst einnig fljótlega að því að maður þarf að skipta út brotnum og skemmdum hlutum.

Hvað Nöjurnar varðar þá er betra að hafa ekki losanlega fetilinn, Simond klúðraði bæði fetlinum og festingunum fyrir þær og þær eru auk þess mjög óþægilegar þegar maður heldur um hausinn á exinni í göngustellingu.
BD framleiðir frábæran fetil sem festist

Annar kostur, sem er mjög vanmetin af íslendingum, er að eiga eina góða gönguexi (langa) og eiga svo stutta (létta) klifurexi með hamri.
Þetta nýtist náttúrulega ekki í alvöru ís en er frábært fyrir almenna fjallamennsku. Fyrir svona er betra að velja gönguexi sem er með örlítið brattara blaði en á “klassískum” öxum.
Fyrir auðveldari ferðir og skíðaferðir tekur maður svo náttúrulega bara gönguexina með.

kv.Ívar