Re: svar: hvað er næst ?

Home Umræður Umræður Almennt hvað er næst ? Re: svar: hvað er næst ?

#48127
2003793739
Meðlimur

Sæll Kári

Það er ekki mikið í gangi hjá Klifurhúsinu á sumrin því þá fara flestir klifrarar út að klifra þegar veðrið er gott.

1. september byrjar vetrar starfsemi Klifurhússins.
Þá verða lengri opnunartímar, regluleg klifurnámskeið (bæði fyrir byrjendur og lengra komna), fyrirlestrar um allt sem tengist klifri, fastar æfingar fyrir ákveðna flokka og nokkrar klifurkeppnir.

Ég mæli með því að þið haldið áfram að æfa niðurfrá í Klifurhúsinu til að fá góðan grunn í klifri, finna hvernig best er að hreyfa sig í veggjunum og styrkjast aðeins. Einnig ættuð þið að prófa að bouldera úti t.d. í Heiðmörk, Öskjuhlíð, Sundahöfn, Búhömrum, eða hvar sem er.
Það er allt annað að klifra úti en inni.
Skráið ykkur svo á námskeið í klettaklifri í afgreiðslunni í Klifurhúsinu, það verður haldið reglulega í vetur.
Síðan eftir það þá eruð þið komin með grunnin í það að klifra úti.

Það er ekki neinn ákveðin klúbbur sem fer reglulega í klettaklifurferðir nema, Ísalp, Klifurhúsið og kannski nokkrar Hjálparsveitir. Oftast eru þetta bara klifurfélagar sem hringja sig saman og fara af stað.
Þið verðið bara að fylgjast vel með hvað er í gangi og dífa ykkur með. Allar upplýsingar um klifur á Íslandi og erlendis er best að nálgast í Klifurhúsinu og með því að spjalla við reyndari klifrara.

Sjáumst í Klifurhúsinu!
Halli