Re: svar: Hraundranginn

Home Umræður Umræður Almennt Hraundranginn Re: svar: Hraundranginn

#52892
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Ja, einhverjir fussuðu yfir því að verið væri að hella alls konar maltafurðum ofan í eðalmjöðinn sem einhvern tímann fór á Drangann. Ekki er ég nógu mikill fagurkeri til að geta greint hvort þarna var um óðals- eða hroðamalt á ferð minni þarna fyrir hálfum mánuði.
Hvað segja maltunnendur um áfyllingarstefnuna, sem Kalli boðar?

Anyway, glæsilegt framtak hjá Sveinborgu og Frasier.
Við hreinsuðum tvo borða og nokkra prússíka úr toppakkerinu um daginn. Það væri lag að mæta með 3-4m langan vír til að slinga yfir blátoppinn því eina sem er utanum hann er gömul lína, sem farin er að láta á sjá.
Sú lína tengist svo vírnum og öðru nylonmeti í sigakkerinu, sem er að öðru leyti utan um ekki-svo-mjög-traustan hnullung undir toppnum. Væri gott að hafa vír í báðum júnítum og tengja saman.

Annars er ástand á fleygum í leiðinni í þokkalegu ástandi nema í millistansinum fræga (það þarf smá af eigin dóti í efri partinn). Stansinn er mjög vafasamur og góði fleygurinn (af þremur) er sá sem ég setti þarna inn fyrir 6-7 árum. Auk þess er sá stans beint í skotlínunni frá þeim sem leiðir efri partinn og því hættulegur og mæli ég sterklega með því að menn sígi ekki af honum.
Nær væri að síga af hraustlega langa slingnum í neðri hlutanum (skilja þá eftir eitthvað járn í slingnum) til að láta 60m línu duga.
Annars fórum við þetta um daginn á tveimur 70m línum í einni spönn og var það afar gott fyrir utan að línudrag af annarri (single-rope sportklifurlína) var óheyrilega mikið…
Eitt sig og málið dautt!

Myndir úr ferðinni má finna á
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Hraundrangi14JN2008