Re: svar: Hraundrangi?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundrangi? Re: svar: Hraundrangi?

#53046
Gummi St
Participant

Sæll félagi!

Ég fór þangað í sumar og tók töluverðan tíma, allavega 6 tíma ef ég man rétt ef ekki meira hreinlega, var líka að mynda á fullu.

Ég notaði 2x60m línur, það er rétt undir 30m á milli akkera þarna minnir mig og ég notaði 2 eða 3 vini milli fleyga á ákveðnum stöðum. Notaði ekkert fleyganna/hneturnar sem ég tók með. svo auðvitað bara sigtól til að tryggja og fara niður..

Það er farið upp austan megin.

þetta er ekki tæknilega erfitt, en þetta er djöfull hátt þegar þú lítur niður :)

man þó eftir því að akker-slingin voru í misjöfnu ástandi… vertu með nokkur slík

kv. Gummi St.