Re: svar: Hnefi og Pöstin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hnefi og Pöstin Re: svar: Hnefi og Pöstin

#47949
0311783479
Meðlimur

Ég hef nú ekki sjálfur komið í Hnefann en Bjössi Baldurs sagði mér nú einhvern tíman að boltarnir þar væru líklega orðinir ryðgaðir og varasamir.
Pöstin er fínt svæði með boltuðum og leiðum tryggðum með dóti. Þetta eru klettar sem eru alveg við þjóðveg nr. 1 ca. 30 metra fá honum, leiðbeiningarnar í tópónum eiga að duga til að finna þetta en þegar maður er kominn að Þorvaldseyri og Seljavöllum þá er maður búinn að fara framhjá Pöstinni. Best er að koma auga á klettana þegar maður er á vesturleið eftir þjóðveginum. En ef þú ert búinn að keyra alla leiðina þangað þá munar þig ekkert um að skella þér á Hnappavelli ;o)

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
-kveðja
Halli