Re: svar: Helgin!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgin! Re: svar: Helgin!

#52199
Anonymous
Inactive

Við skulum nú ekki vera að berja ungu klifrarana niður í skítinn. Það hefur verið ný kynslóð af ísklifrurum að koma fram sumir eru orðnir tja bara talsvert betri en þá grunar og aðrir eru óðum að koma til. Þetta er allt spurning um að menn hafi hugmyndaflug og áræðni og leggi í smá grunnvinnu til að skoða svæði á kortinu og athuga hvort einhver hafi farið þangað og bara gera út leiðangur. Það tekur svolítinn tíma fyrir ungan klifrara að ná færni og síðan því sjálfstrausti að fara á nýjar slóðir. Það er hins vegar mjög gefandi og spennandi að fara nýja leið. Menn komast að því þá að það er bara þónokkuð erfiðara(aðallega andlega) að fara leið sem aldrei hefur verið farin áður en að koma á eftir öðrum upp þekkta leið.