Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Umræður Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við? Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

#47787
0902703629
Meðlimur

Kammerat Helgi,

Þú mátt ekki taka öll skrif sem persónulega árás á þig.

Áður hef ég farið mikinn og lofað verk þín í tengslum við uppbyggingu og vefsíðugerð http://www.isalp.is og þau orð standa og munu reyndar alltaf standa.

Þegar ég sló því fram í hálfkæringi hér að ofan að dúettinn fjalla- og tölvumennska færu ekki vel saman var ég aðeins að hugsa upphátt, muldra með sjálfri mér, tauta og ergja mig á því að íslensk fjallamennska á, þegar öllu er á botninn hvolft, allt sitt undir loforðum, bellibrögðum og klækjum örfárra ráðamanna. – Og eina ráðið til að ná til umræddra ráðamanna er að setjast niður við tölvuna með orðin að vopni. – Það gefur líklegast lítið í aðra hönd að klöngrast í gegnum lúpínubreiður, fjalladrapa og íslenskt birki í rómantískri leit að tilgangi lífsins.

Hinsvegar má velta því fyrir sér hvort að það sé skemmtilegt verk eða öfundsvert að berja saman óendanlegar skýrslur og greinagerðir um ágæti og mikilvægi íslenskrar fjallamennsku, þegar árangurinn af slíkum átökum er sjaldnast í samræmi við erfiðið sem þar liggur að baki. Því verð ég að játa að ég DÁIST að þeim sem það gerir og prísa mig sæla á meðan ég GET verið stikkfrí.

Kristín Irene