Re: svar: Eru norðan menn latir menn?

Home Umræður Umræður Almennt Eru norðan menn latir menn? Re: svar: Eru norðan menn latir menn?

#48397
0704685149
Meðlimur

Hér fyrir norðan eru allir púðurdagar gerðir að hátíðisdögum. Svona snemma vetrar eru veður válynd og dagar stuttir.
Allra veðra von, þú ert búinn að búa alltof lengi í ,,BORG ÓTTANS“ og ert líklega búinn að gleyma hvernig vetrarhörkurnar geta orðið hér fyrir norðan. Þess vegna bíðum við með það fram á vorið að skinna á fjöll. Þá er sól farin að hækka á lofti og daginn að lengja.

Ég fékk fréttir um það að Kinnin líti vel út, séð frá Húsavík. Þar sé nógur ís en einnig mikil snjór í hlíðinni fyrir ofan klettana, sem hefur átt það til að renna allur af stað fram af hömrunum skv. bóndanum á Björgum.

kv.
Bassi