Re: svar: Dritvík

Home Umræður Umræður Almennt Dritvík Re: svar: Dritvík

#48114
Jón Haukur
Participant

Spekkan er sú að vera með tútturnar í bílnum, hafa augun opin og prófa að klípa í grjótið og þá geturðu klifrað nánast hvar sem er, jafnvel þó svo að hvergi hafi verið skrifað um það áður.

En svona að allri kókópuff-ævintýraleysisklifurstemmingu slepptri þá er Dritvík á sunnaverðu Snæfellsnesi. þar sem annars staðar er auðvelt að finna sæmilegasta búlder, til dæmis á Djúpalónssandi við Dritvík, einnig í Skarðsvík rétt sunnan við Gufuskála og í Litla Gerðubergi sem er líka rétt sunnan við Gufuskála.

jh