Re: svar: Alpagráður

Home Umræður Umræður Klettaklifur Kerlingareldur Re: svar: Alpagráður

#48083
2003793739
Meðlimur

Ef leiðin er hættuleg eins og þú segir Andri um Kerlingareldinn þá fer maður varlega en þarf maður fara extra varlega ef leiðin er hættulegri en hættuleg leið?
Hvað gerir maður þá?
Tekur maður þá með sér auka hjálm og hálskraga?

Sá sem stundar ferðamennsku og klifur fer alltaf varlega og leitar sér upplýsinga um göngu- og klifurleiðir sem hann er að fara út í. Þetta eiga allir að vita, líka byrjendur í ferðmennsku og klifri. Síðan vita það flest allir sem gengið hafa um landið og tekið í nokkra steina að þetta er allt mjög laust vegna frostveðrunar. Þetta á sérstaklega við um lítið klifruð svæði. Svæðin geta líka breyst á einum vetri og verða þá hættulegri fyrir vikið.
Svo eru þetta ekki það margar leiðir sem eru svona langar að það þurfi að taka upp sérstak gráðukerfi fyrir þær. Hver spönn er gráðuð í leiðinniog heildargráðan miðast við erfiðustu spönn, minnir mig. Einfalt og þægilegt.

En umræðan er skemmtileg og gaman að spjalla um þetta mál.

Halli