Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52259
0703784699
Meðlimur

sést nú lítið á þessari einu mynd….en veturinn 98 þegar fyrsta ísklifurfestival Ísalp var haldið, fórum við Jón Heiðar upp þetta gil, svo best ég viti fyrstir enda hafði enginn klifrað þarna áður en festivalið var haldið þarna. Næsti maður á eftir okkur var Christophe Moulin franskur klifrari ásamt einhverjum ræfils ljósmyndara sem klifraði með messenger bag, og Manu Ibarra að mig minnir. Náðum síðan niður í Econoline-inn hans Einars Öræfing í tíma til að halda heim á leið eftir frábært festival.

Minnir samt að Olli hafi haldið vel utan um allar klifraðar leiðir og einhversstaðar sá ég þetta hjá honum á netinu eða annarrstaðar. Veit síðan ekki hvað varð um það….línurnar vinstra megin við gilið voru margar klifraðar…..ekki allar uppá topp þar sem við vorum seint á ferð. Einar Ör og Dabbi tóku eina, Símon og AmaDablam gengið tóku eina og man ekki hverjir fleiri , en E+D voru svona lengi því þeir toppuðu alveg uppá brún meðan flestir sigu til að ná í tíma heim.

Kv.Himmi

PS: hérna er eitthvað sem ég fann á netinu, http://www.terragalleria.com/mountain/info/ice/iceland.html